Lyfja
Lyfja
Lyfja

Lyfja Lágmúla - akstur og þjónusta

Við leitum að jákvæðum og áreiðanlegum einstaklingi með ríka þjónustulund í útkeyrslu á lyfjum og hjúkrunarvörum á höfuðborgarsvæðinu. Viðkomandi gegnir lykilhlutverki í að veita faglega þjónustu og tryggja góða þjónustuupplifun til viðskiptavina Lyfju. Gilt bílpróf og hreint sakavottorð er skilyrði.

Hlutverk og ábyrgð:

  • Tryggja réttmæta afhendingu á lyfjasendingum til viðtakenda
  • Tryggja réttmæta afhendingu á hjúkrunarvörum til viðtakenda
  • Sjá til þess að símar og öryggishnappur séu hlaðnir og á sínum stað í lok vaktar

Hvaða hæfni þarft þú að hafa?

  • Ríka þjónustulund og gott viðmót
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Áreiðanleika og getu til að starfa í hröðu umhverfi
  • Gilt bílpróf og hreint sakavottorð
  • Góða íslensku- og enskukunnáttu

Starfið:

Vinnutími er frá 10:00-18:00 alla virka daga.

Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og geta hafið störf í byrjun janúar.

Hvers vegna Lyfja?

Lyfja er leiðandi fyrirtæki í íslenskri heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að lengja líf og bæta lífsgæði landsmanna. Við leggjum áherslu á faglega og hlýlega þjónustu, heilsueflingu og stöðuga nýsköpun.

Við leggjum okkur fram um að skapa vinnuumhverfi þar sem starfsfólk upplifir jákvæðan starfsanda, fær tækifæri til að þróast í starfi og nýtir hæfileika sína til fulls. Við bjóðum upp á öfluga fræðslu, markvissa starfsþróun og leggjum mikla áherslu á gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

Lyfja rekur 45 apótek og útibú víðs vegar um landið, sem gefur starfsfólki kost á fjölbreyttum og spennandi tækifærum, hvar sem er á landinu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Elínborg Kristjánsdóttir, lyfsali Lyfju Lágmúla í síma 533-2300 og á [email protected]

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Auglýsing birt15. desember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Lágmúli 5, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar