
Kúnígúnd
Verslunin Kúnígúnd ehf. var stofnuð árið 1982 og var fyrst um sinn til húsa í Hafnarstræti 9. Árið 1985 fluttist svo verslunin á Skólavörðustíginn, óx þar og dafnaði til ársins 2002 en þá fluttist hún á Laugaveg 53b. Árið 2008 opnaði Kúnígúnd aðra verslun í Kringlunni sem haustið 2017 var flutt í stærra rými innan Kringlunnar þar sem opnuð var glæsileg verslun og vöruúrvalið þrefaldað. Haustið 2016 opnaði Kúnígúnd á Glerártorgi, Akureyri og er því aðgengileg íbúum á norðurlandi. Í versluninni í Kringlunni og á kunigund.is má finna allt okkar vöruúrval, en á Glerártorgi er úrvalið heldur minna en ávallt reynt að hafa allar vinsælustu vörurnar á hverjum tíma á Glerártorgi.
Vöruúrval hefur mikið breyst frá upphafi, frá svörtum pottum og íslenskum leir sem verslunin var þekktust fyrir þar til nú, að úrvali þekktustu framleiðanda Evrópu sem setja svip sinn á verslunina.
Meðal framleiðanda sem Kúnígúnd leggur áherslu á eru Georg Jensen, Royal Copenhagen, Kosta Boda, Holmegaard, WMF, LeCreuset, Wusthof, Rosendahl og Villeroy & Boch.
Frá upphafi hefur góð þjónusta, gott vöruúrval og fallegur frágangur til viðskiptavina verið aðalsmerki verslunarinnar. Við dreifum einnig vörum okkar til valdra verslana um land allt.
Sérstök fyrirtækjaþjónusta er einnig í boði, þar sem aðstoðað er að vinna gjafavörur fyrir fyrirtæki sem vilja gleðja starfsfólk sitt og viðskiptavini, allt innpakkað og tilbúið til afhendingar eftir óskum.

Kúnígúnd og Ibúðin - Eftir hádegi virka daga
Við hjá Kúnígúnd og Ibúðinni leitum að jákvæðum og þjónustulundum einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á fallegri hönnun og vilja vera hluti af samstilltu og kraftmiklu teymi.
Starfið snýst um að leiðbeina viðskiptavinum við val á gjafavörum og borðbúnaði og skapa þeim jákvæða upplifun í versluninni. Góð samskiptafærni og þjónustulund eru því lykilatriði.
Við leggjum áherslu á lifandi og skemmtilegan vinnustað þar sem starfsfólk styður hvort annað og vinnur saman að því að veita framúrskarandi þjónustu. Hjá okkur færðu að blómstra í góðu teymi sem deilir áhuganum á fallegum vörum og stílhreinni hönnun.
Vinnutími er frá kl. 13–18:30 alla virka daga. Um er að ræða framtíðarstarf með fjölbreyttum verkefnum og góðu andrúmslofti.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini verslunarinnar.
- Áfyllingar, framstillingar og móttaka á vörum.
- Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum ásamt afgreiðslu á kassa.
- Önnur almenn verslunarstörf.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sölu- og verslunarstörfum.
- Framúrskarandi þjónustulund og áhugi á sölustörfum.
- Frumkvæði, áreiðanleiki og skipulögð vinnubrögð.
- Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi.
- Heiðarleiki, stundvísi og metnaður.
- Góð samskiptahæfni, kurteisi og jákvæðni.
- Brennandi áhugi á heimilis- og eldhúsvörum.
- Aðeins 20 ára eða eldri koma til greina.
Auglýsing birt15. desember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaFrumkvæðiJákvæðniMetnaðurSölumennskaStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

ÍSBÚÐIN OKKAR leitar að duglegum starfskrafti til að vinna frá 10:00-15:00 alla virka daga
FMM ehf.

Starfsmaður í Lagnadeild Byko Akureyri
Byko

Bílstjóri snjallverslunar - Krónan Bíldshöfða
Krónan

Söluráðgjafi - ELKO Akureyri
ELKO

Erum við að leita af þér?
Beautybar Kringlunni

Verslunarstjóri - BYKO Suðurnesjum
Byko

Lagerstarfsmaður í Bolungarvík
Arna

Sölufulltrúi - Fullt starf
Byggt og búið

Viðskiptastjóri varahluta & sölumaður
Trukkur.is / Trucks ehf.

Aðstoðarverslunarstjóri - Akureyri
ILVA ehf

Starfsmaður á lager Hafnarfirði
Ferro Zink hf

Kúnígúnd og Ibúðin - Fullt starf
Kúnígúnd