

Liðsfélagi óskast í varahlutateymi – útflutningur
JBT Marel leitar að skipulögðum og kraftmiklum einstaklingi í varahlutaþjónustu í framleiðslu JBT Marel. Óskað er eftir starfsmanni í útflutningsverkefni og mun viðkomandi sinna fjölbreyttum verkefnum í alþjóðlegu umhverfi sem felast í móttöku og skráningu pantana og umsjón með hraðsendingum til viðskiptavina.
Varahlutateymi Marel samanstendur af öflugum og fjölbreyttum hóp starfsmanna í varahlutaframleiðslu og varahlutaútflutning.
Allir nýir starfsmenn fá þjálfun. Við bjóðum m.a. upp á fyrsta flokks vinnuumhverfi, fjölskylduvænan vinnutíma, frábært mötuneyti með heitum mat í hádeginu og aðstöðu til líkamsræktar.
Starfssvið:
· Afgreiðsla varahlutapantana
· Pökkun á varahlutum
· Samskipti við innri viðskiptavini og flutningsaðila
· Reikningagerð og samþykkt reikninga
· Undirbúningur útflutningsskjala
· Skráning sendinga
· Þátttaka í umbótastarfi
Hæfnikröfur:
· Þekking og reynsla af SAP er mikill kostur
· Reynsla af útflutningi og/eða tollamálum er skilyrði
· Mjög góð almenn tölvukunnátta
· Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
· Góð færni í samskiptum og teymisvinnu
· Samviskusemi, metnaður og góð öryggisvitund
· Jákvæðni, almenn lífsgleði og lausnamiðuð hugsun
· Áhugi á umbótastarfi (stöðugum umbótum)
· Áhugi á að vaxa og læra
Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Heiðrún Hreiðarsdóttir, [email protected].
Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2025. Einungis er tekið við umsóknum á heimasíðu Marel, www.marel.com












