
Marel
Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Marel er alþjóðlegt fyrirtæki og hjá því starfa um 7000 manns um allan heim. Fyrirtækið starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki í fleiri en 30 löndum, auk 100 umboðsmanna og dreifingaraðila.
Vöruframboð fyrirtækisins spannar allt framleiðsluferlið, frá frumvinnslu hráefnis til pökkunar í neytendaumbúðir.
Marel býður upp á mikið úrval háþróaðra tækja og hugbúnaðar, þar á meðal vogir, flokkara, skurðarvélar, sagir, eftirlitsbúnað, beintínsluvélar, frysta, pökkunar- og merkingarvélar, svo eitthvað sé nefnt. Þá býður fyrirtækið upp á samþætt heildarkerfi sem henta á öllum helstu sviðum matvælavinnslu ásamt lausnum sem eru sérsniðnar að þörfum viðskiptavina.
Undanfarin þrjátíu ár höfum við tengt saman það sem viðskiptavinir okkar og samstarfsaðilar gera best og það sem við gerum best. Sameinaðir kraftar hafa skilað matvælaiðnaðinum og samfélaginu auknum verðmætum. Með stöðuga nýsköpun að leiðarljósi hefur Marel umbreyst úr sprotafyrirtæki í heimsleiðtoga á sínu sviði. Fyrirtækið leggur að meðaltali 5-6% af veltu í rannsóknar- og þróunarstarf á ári hverju, sem er hæsta hlutfall sem fyrirfinnst í greininni. Framsæknar tækja- og hugbúnaðarlausnir frá Marel gera framleiðendum kleift að hámarka nýtingu, afköst og arðsemi.

Liðsfélagi óskast á lager
JBT Marel leitar að kraftmiklum og jákvæðum liðsfélaga til starfa á lager. Hjá okkur færðu tækifæri til að taka þátt í að umbreyta því hvernig matvæli eru unnin, í fyrsta flokks vinnuumhverfi með fjölbreyttum verkefnum.
Starfssvið:
- Móttaka á vörum frá birgjum og skráning þeirra
- Afgreiðsla á vörum samkvæmt pöntunum
- Þátttaka í stöðugum umbótum
Hæfniskröfur:
- Nemi eða lokið námi í framhalds- eða háskóla
- Góð færni í samskiptum og áhugi á teymisvinnu
- Rík þjónustulund og metnaður
- Áhugi á umbótastarfi
- Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
- Hæfni til að vinna eftir ferlum
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Vilji til að læra og vaxa
Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Heiðrún Hreiðarsdóttir, HR ráðgjafi, [email protected]
Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2025.
Einungis er tekið við umsóknum á heimasíðu Marel, www.marel.com/jobs.
Auglýsing birt14. maí 2025
Umsóknarfrestur1. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Austurhraun 9, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)

Pick&Pack Deputy Manager
NEWREST ICELAND ehf.

Starfsmaður í bílamerkingar – spennandi tækifæri hjá Signa.
Signa ehf

Starfsmaður í vöruafgreiðslu óskast
Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf

Liðsfélagi óskast í varahlutateymi – útflutningur
Marel

Almennur starfsmaður
Akraborg ehf.

Lagerstarfsmaður í Hafnarfirði
Steypustöðin

Heimsendingar á kvöldin
Dropp

Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur: Verkstjóri í vélasal
Akureyri

Bílstjóri - Sumarstarf
Mata

Liðsfélagi í hóp rafvirkja - rafvirkjanemar
Marel

Lagerstarfsmaður í Borgarnesi
Steypustöðin

Óskum eftir starfsmanni á lager & frystir fyrirtækisins
Esja Gæðafæði