Marel
Marel
Marel

Liðsfélagi í suðu

Marel leitar að kraftmiklum liðsfélaga til starfa við suðu og samsetningu, sem vill taka þátt í að umbreyta því hvernig matvæli eru unnin. Lögð er áhersla á öruggt vinnulag og þátttöku í umbótastarfi.

Unnið er í sjálfstæðum teymum sem samanstanda af 10-20 einstaklingum á öllum aldri og kynjum og bera þau sameiginlega ábyrgð á að ljúka framleiðslu hverrar vöru. Allt nýtt starfsfólk fær þjálfun í upphafi starfstíma. Við bjóðum upp á fyrsta flokks vinnuumhverfi og mjög fjölbreytt verkefni.

Starfið felur í sér:

  • Smíði úr ryðfríu stáli
  • Samsetningu tækja og búnaðar eftir þörfum
  • Stillingar og prófanir ásamt frágang fyrir flutning eftir þörfum

Hæfniskröfur:

  • Sveinspróf eða nemi í málmiðngrein
  • Mikill áhugi á rafsuðu (TIG)
  • Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli er skilyrði
  • Tölvuþekking og áhugi á tækniþróun
  • Góð færni í samskiptum og áhugi á teymisvinnu
  • Samviskusemi, metnaður og góð öryggisvitund
  • Jákvæðni, lífsgleði og lausnamiðuð hugsun
  • Áhugi á umbótastarfi (stöðugum umbótum)

Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar 2025. Sótt er um starfið á heimasíðu Marel.

Auglýsing birt6. febrúar 2025
Umsóknarfrestur20. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Austurhraun 9, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar