Marel
Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Marel er alþjóðlegt fyrirtæki og hjá því starfa um 7000 manns um allan heim. Fyrirtækið starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki í fleiri en 30 löndum, auk 100 umboðsmanna og dreifingaraðila.
Vöruframboð fyrirtækisins spannar allt framleiðsluferlið, frá frumvinnslu hráefnis til pökkunar í neytendaumbúðir.
Marel býður upp á mikið úrval háþróaðra tækja og hugbúnaðar, þar á meðal vogir, flokkara, skurðarvélar, sagir, eftirlitsbúnað, beintínsluvélar, frysta, pökkunar- og merkingarvélar, svo eitthvað sé nefnt. Þá býður fyrirtækið upp á samþætt heildarkerfi sem henta á öllum helstu sviðum matvælavinnslu ásamt lausnum sem eru sérsniðnar að þörfum viðskiptavina.
Undanfarin þrjátíu ár höfum við tengt saman það sem viðskiptavinir okkar og samstarfsaðilar gera best og það sem við gerum best. Sameinaðir kraftar hafa skilað matvælaiðnaðinum og samfélaginu auknum verðmætum. Með stöðuga nýsköpun að leiðarljósi hefur Marel umbreyst úr sprotafyrirtæki í heimsleiðtoga á sínu sviði. Fyrirtækið leggur að meðaltali 5-6% af veltu í rannsóknar- og þróunarstarf á ári hverju, sem er hæsta hlutfall sem fyrirfinnst í greininni. Framsæknar tækja- og hugbúnaðarlausnir frá Marel gera framleiðendum kleift að hámarka nýtingu, afköst og arðsemi.
Liðsfélagi í suðu
Marel leitar að kraftmiklum liðsfélaga til starfa við suðu og samsetningu, sem vill taka þátt í að umbreyta því hvernig matvæli eru unnin. Lögð er áhersla á öruggt vinnulag og þátttöku í umbótastarfi.
Unnið er í sjálfstæðum teymum sem samanstanda af 10-20 einstaklingum á öllum aldri og kynjum og bera þau sameiginlega ábyrgð á að ljúka framleiðslu hverrar vöru. Allt nýtt starfsfólk fær þjálfun í upphafi starfstíma. Við bjóðum upp á fyrsta flokks vinnuumhverfi og mjög fjölbreytt verkefni.
Starfið felur í sér:
- Smíði úr ryðfríu stáli
- Samsetningu tækja og búnaðar eftir þörfum
- Stillingar og prófanir ásamt frágang fyrir flutning eftir þörfum
Hæfniskröfur:
- Sveinspróf eða nemi í málmiðngrein
- Mikill áhugi á rafsuðu (TIG)
- Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli er skilyrði
- Tölvuþekking og áhugi á tækniþróun
- Góð færni í samskiptum og áhugi á teymisvinnu
- Samviskusemi, metnaður og góð öryggisvitund
- Jákvæðni, lífsgleði og lausnamiðuð hugsun
- Áhugi á umbótastarfi (stöðugum umbótum)
Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar 2025. Sótt er um starfið á heimasíðu Marel.
Auglýsing birt6. febrúar 2025
Umsóknarfrestur20. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Austurhraun 9, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Sumarstarf Timburafgreiðsla - BYKO Selfossi
Byko
Powder Coating - Dufthúðun
Flúrlampar ehf / lampar.is
Við leitum að öflugum liðsmanni í raflínuteymið okkar!
Landsnet hf.
Bílaviðgerðir.
Bílatorgið
Sumarstarf í Gasfélaginu
Gasfélagið ehf.
Aðstoðarvaktstjóri/Assistant shift manager in Packaging
Coripharma ehf.
Framleiðsla - CNC og sérvinnsla á gleri
Íspan Glerborg ehf.
Pípulagningarmaður eða reynslumikill einstaklingur
Garðabær
Framleiðslustörf í stóriðju á Reyðarfirði
VHE
Spennandi sumarstörf í framleiðslu
Norðurál
Yfirflokkstjóri hjá Þjónustumiðstöð
Sumarstörf - Kópavogsbær
Starfsmaður í vöruhúsi Keflavík
DHL Express Iceland ehf