![Norðurál](https://alfredprod.imgix.net/logo/05a16727-3604-48bf-8c54-f16c9f36b36f.png?w=256&q=75&auto=format)
Norðurál
Norðurál, sem rekur álver á Grundartanga, var valið Umhverfisfyrirtæki ársins 2022 af Samtökum atvinnulífsins. Framþróun grænnar álframleiðslu mun hafa raunveruleg áhrif á útblástur gróðurhúslofttegunda á heimsvísu. Íslenski áliðnaðurinn er ein stærsta útflutningsgrein landsins og ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs.
Álið okkar, Natur-Al, skilur eftir sig eitt minnsta kolefnisspor í heimi. Þegar litið er á ferlið í heild, frá vinnslu hráefna til afhendingar fullunninnar vöru, nemur kolefnisspor áls frá Norðuráli einungis um fjórðung af heimsmeðaltalinu. Við stefnum að því að verða fyrsta álver í heiminum sem framleiðir kolefnishlutlaust ál.
Hjá Norðuráli leggjum við áherslu á virðingu fyrir mannréttindum, samfélagi og umhverfi. Öryggi, heilbrigði og vellíðan starfsfólks er í fyrirrúmi og lögð er áhersla á jafnan rétt starfsfólks til starfsframa, launa og réttinda.
Hjá Norðuráli starfa um 600 fastráðin, þar af 350 í vaktavinnu, 150 sérfræðingar með fjölbreytta menntun og 100 í iðnaðarstörfum. Til viðbótar eru um 150 í afleysingum.
Norðurál er ASI vottað sem staðfestir að fyrirtækið stenst ítrustu kröfur um samfélagslega ábyrgð, heiðarlega viðskiptahætti, umhverfisvænt hráefni og framleiðslu. Gæðastjórnunarkerfi Norðuráls er vottað samkvæmt alþjóðlega ISO 9001 staðlinum og umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi fyrirtækisins eru vottuð samkvæmt ISO 14001 og ISO 45001 stöðlum. Norðurál er jafnlaunavottað fyrirtæki og er handhafi gullmerkis PWC.
![Norðurál](https://alfredprod.imgix.net/cover/is-178e0d52-2733-4209-a865-fb74f8902aff.jpeg?w=1200&q=75&auto=format)
Spennandi sumarstörf í framleiðslu
Við leitum að metnaðarfullu og ábyrgu fólki í fjölbreytt sumarstörf í ker- og steypuskála og í skautsmiðju. Störfin henta öllum kynjum. Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 18 ára aldri og hafi gild ökuréttindi.
Unnið er á þrískiptum 8 tíma vöktum í kerskála og steypuskála (fimm daga vinna/fimm daga frí) og 12 tíma vöktum í skautsmiðju. Starfsstöðin er á Grundartanga en starfsfólki bjóðast ferðir til og frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu.
Sumarstarfsfólk fer í markvissa þjálfun í upphafi starfstíma, þar sem höfuðáhersla er lögð á öryggi starfsfólks á vinnustað og þekkingu á vinnuumhverfi og tækjabúnaði. Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan starfsanda.
Menntunar- og hæfniskröfur
- 18 ára lágmarksaldur
- Mikil öryggisvitund og árvekni
- Heiðarleiki og stundvísi
- Góð samskiptahæfni
- Dugnaður og sjálfstæði
- Bílpróf er skilyrði
Fríðindi í starfi
- Ferðir til og frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu
- Vinnuvélaréttindi
Auglýsing birt7. febrúar 2025
Umsóknarfrestur16. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Grundartangahöfn lóð 12, 301 Akranes
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiMannleg samskiptiSamviskusemiStundvísiTeymisvinna
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)
Sambærileg störf (12)
![Flúrlampar ehf / lampar.is](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-7ccd3325-37a6-4073-9143-7b61c3edb1a0.png?w=256&q=75&auto=format)
Powder Coating - Dufthúðun
Flúrlampar ehf / lampar.is
![Gasfélagið ehf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/4138cbef-8fd4-4a7c-8cf3-032d66158e81.png?w=256&q=75&auto=format)
Sumarstarf í Gasfélaginu
Gasfélagið ehf.
![Coripharma ehf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/381e1869-97e2-4001-b386-6a60010537f5.png?w=256&q=75&auto=format)
Aðstoðarvaktstjóri/Assistant shift manager in Packaging
Coripharma ehf.
![Íspan Glerborg ehf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/d713352b-5684-494e-8605-bf2327705f49.png?w=256&q=75&auto=format)
Framleiðsla - CNC og sérvinnsla á gleri
Íspan Glerborg ehf.
![VHE](https://alfredprod.imgix.net/logo/6fae99cf-b0e1-4852-9810-fb8729724bee.png?w=256&q=75&auto=format)
Framleiðslustörf í stóriðju á Reyðarfirði
VHE
![Marel](https://alfredprod.imgix.net/logo/ce066799-4fbe-4de9-8197-2b6be79aba03.png?w=256&q=75&auto=format)
Liðsfélagi í suðu
Marel
![Góa-Linda sælgætisgerð](https://alfredprod.imgix.net/logo/b56f408d-69d6-48e4-8c8e-b36e3be2193b.png?w=256&q=75&auto=format)
Starfsmaður í verksmiðju
Góa-Linda sælgætisgerð
![Ölgerðin](https://alfredprod.imgix.net/logo/c6720c55-3707-4072-90ad-e8e163956756.png?w=256&q=75&auto=format)
Starfsfólk í átöppun - Sumarstarf
Ölgerðin
![Coca-Cola á Íslandi](https://alfredprod.imgix.net/logo/637d8147-d9e5-44a6-afb9-7f55ad12fa1a.png?w=256&q=75&auto=format)
Sumarstörf hjá Coca-Cola á Íslandi 2025
Coca-Cola á Íslandi
![Víking Brugghús CCEP á Íslandi](https://alfredprod.imgix.net/logo/91383ada-040c-4e9f-b2cd-72cbf5cc7e90.png?w=256&q=75&auto=format)
Sumarstörf í framleiðslu og áfyllingu - Víking Brugghús
Víking Brugghús CCEP á Íslandi
![TDK Foil Iceland ehf](https://alfredprod.imgix.net/logo/02aabec5-c54f-4735-8045-7dc74a9b2ca6.png?w=256&q=75&auto=format)
Framleiðsludeild
TDK Foil Iceland ehf
![Embla Medical | Össur](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-64ef4a85-a85c-461c-909a-bfd38ce08880.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Framleiðslustarf í Silicone - Kvöldvaktir
Embla Medical | Össur