Ölfus
Ölfus

Leikskólastjóri nýs leikskóla

Staða leikskólastjóra nýs leikskóla í Vesturbyggð í Þorlákshöfn er laus til umsóknar. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar 2025. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri fjölskyldu og fræðslusviðs Ölfuss.

Nýr leikskólastjóri fær spennandi tækifæri til að leiða vinnu við undirbúning opnunar leikskólans, sem nú er í byggingu. Í því felst að móta faglega stefnu og starfsemina í samvinnu við hagaðila og stuðla að vexti og þroska þeirra sem tilheyra lærdómssamfélaginu. Viðkomandi þarf að vera öflugur leiðtogi sem ber ábyrgð á rekstri og starfsemi leikskólans. Leitað er eftir drífandi og skipulögðum einstaklingi sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og metnað fyrir að ná árangri í starfi. Leikskólinn í Vesturbyggð er staðsettur í nýju hverfi sem er í uppbyggingu vestast í Þorlákshöfn í Ölfusi. Sveitarfélagið Ölfus býður uppá fjölbreytta náttúru á milli fjalls og fjöru með óþrjótandi tækifærum til útivistar og afþreyingu.

Leiðarljós skólastefnu Ölfuss er að skapa nærandi lærdómssamfélag öllum hagaðilum til heilla og að hver einstaklingur fái tækifæri til vaxtar og þroska í gjöfulu umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi leikskólans.
  • Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
  • Ábyrgð á að leikskólinn starfi samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu sveitarfélagsins.
  • Ábyrgð á að rekstur leikskólans sé innan ramma fjárhagsáætlunar.
  • Umsjón með ráðningum starfsfólks, skipulagi vinnutíma og vinnutilhögun.
  • Þátttaka í stefnumörkun á sviði málaflokksins og innleiðing stefnu.
  • Þátttaka í samstarfi við aðila í skólasamfélagi sveitarfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf sem kennari.
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar- og/eða menntunarfræða er æskileg.
  • Kennslureynsla á leikskólastigi.
  • Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun er æskileg.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
  • Þekking á rekstri og áætlanagerð.
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi, skýr framtíðarsýn og faglegur metnaður.
  • Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum.
  • Óskað eftir framvísun á sakavottorði.
Auglýsing birt17. september 2024
Umsóknarfrestur10. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar