Leikskólinn Drafnarsteinn
Leikskólinn Drafnarsteinn
Leikskólinn Drafnarsteinn

Leikskólakennari/leiðbeinandi

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa í leikskólanum Drafnarsteini.

Drafnarsteinn er sex deilda leikskóli á tveimur starfsstöðum vestast í Vesturbæ Reykjavíkur sem eru Drafnarborg á Drafnarstíg 4 og Dvergasteinn sem er við Seljaveg 12. Í leikskólanum er unnið eftir hugmyndafræðinni Ótrúleg eru ævintýrin og því mikil áhersla á málörvun og læsi almennt. Drafnarsteinn er einnig Grænfánaskóli.

Starfið er laust 1.september, eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur

Hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara eða sambærileg menntun og/eða reynsla sem nýtist
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Íslenska sem móðurmál er skilyrði

 

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ v/ Félags leikskólakennara og Eflingu. 

Frekari upplýsingar veita Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri 411-3630.

 

Auglýsing birt7. júlí 2025
Umsóknarfrestur15. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Seljavegur 12, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar