
Garðabær
Garðabær leggur áherslu á að veita íbúum bæjarins framúrskarandi þjónustu og sækist eftir að ráða til starfa metnaðarfulla og færa einstaklinga sem eru jákvæðir, faglegir og áreiðanlegir.
Starfsemi bæjarins býður upp á mörg skapandi, fjölbreytt og skemmtileg störf í lifandi umhverfi.

Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir einstaklingi í 100% stöðu til að sinna stuðning
Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir einstaklingi í 100% stöðu til að sinna stuðning við barn með sérþarfir í samvinnu við sérkennslustjóra og deildarstjóra.
Við í Holtakoti leggjum áherslu á faglegt samstarf innan sérkennslunnar þar sem unnið er í teymisvinnu að stuðningi og kennslu barna með sérþarfir.
Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, listsköpun og hollt matarræði. Skólinn er Grænfánaskóli og starfar eftir Uppeldi til ábyrgðar. Einkunnarorð skólans eru: Jákvæðni, virðing og öryggi. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf. Heimasíða leikskólans http://www.holtakot.is/
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að sinna barni með sérþarfir
- Að sjá um að einstaklingsnámskrá sé framfylgt
- Að starfa í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn, deildarstjóra, sérkennslustjóra, aðra starfsmenn og fagaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
- Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg
- Íslenskukunnátta B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
- Góð samskiptahæfni
- Frumkvæð og sjálfstæð vinnubrögðum
*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa.
Fríðindi í starfi
- Full stytting eða einn frídagur í mánuði og hluti af styttingu safnað í frídaga (sem teknir eru utan sumarorlofstímabils)
- Leikskólinn er lokaður í dymbilviku og 2. janúar vegna styttingar starfsfólks
- Opnunartími leikskólans er 7:30-16:30 mánud.- fimmtud. og 7:30-16:00 á föstudögum
- Fimm skipulagsdagar á ári
- 25% stöðugildi á hverri deild vegna snemmtækrar íhlutunar
- Starfsmannaafsláttur er af leikskólagjöldum og forgangur inn í leikskóla fyrir börn starfsmanna
- Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið árskort í sundlaugar bæjarins, menningarkort í Hönnunarsafnið og bókasafnskort og eftir sex mánuði í starfi getur starfsfólk fengið heilsuræktarstyrk.
Auglýsing birt3. júlí 2025
Umsóknarfrestur17. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Breiðumýri, 225 Breiðumýri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólakennara á leikskólastigi
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólasérkennara
Urriðaholtsskóli

Kennari – Leikskólinn Hlíðarendi
Hafnarfjarðarbær

Umsjónarkennari á yngsta stigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær

Umsjónarkennari á miðstigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær

Landakotsskóli auglýsir stöðu umsjónarkennara
Landakotsskóli

Aðstoðarforstöðumaður í Frístund Lágafellsskóla
Lágafellsskóli

Glerárskóli: Umsjónarmaður frístundar
Akureyri

Djúpavogsskóli: 50% staða heimilisfræðikennara
Djúpavogsskóli

Deildarstjóri – Heilsuleikskólinn Hamravellir
Hafnarfjarðarbær

Grunnskólakennari - Hólabrekkuskóli
Hólabrekkuskóli

Tómstundafulltrúi
Vesturbyggð