
Leikskólakennari - Hamrar
Viltu vinna á frábærum vinnustað, við í leikskólanum Hömrum erum að leita að leikskólakennara og erum að bíða eftir þér. Leikskólinn Hamrar í Grafavogi auglýsir eftir leikskólakennara í 100% starf. Næsti yfirmaður er deildarstjóri skólans.
Einkunnarorð leikskólans eru Jákvæðni, Virðing og Samvinna.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.
Uppeldi og menntun: Vinnur að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
Stjórnun og skipulagning:
▪ Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
▪ Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
Foreldrasamvinna:
▪ Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
▪ Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.
Annað:
▪ Tekur þátt í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við deildarstjóra.
▪ Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
▪ Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
- Leyfisbréf kennara
- Reynsla af sambærilegu starfi
- Frumkvæði í starfi
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum
- Góð aðlögunarhæfni
- Íslenskukunnátta B2 skv. samevrópska tungumálarammanum
Í Hömrum er full vinnustytting eða 4 klst. á viku.
Heilsuræktarstyrkur
Samgöngustyrkur noti það umhverfisværnar leiðir í og úr vinnu
Það er frítt í sund í laugum borgarinnar fyrir starfsfólk
Menningarkort
Frítt fæði
Börn starfsfólks í leikskólum Reykjavíkur fá forgang í leikskóla í Reykjavík












