
Alcoa Fjarðaál
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hóf starfsemi árið 2007. Fjarðaál er eitt af nútímalegustu og tæknilega fullkomnustu álverum heims og er fyrirmynd hvað varðar umhverfisvernd og jafnréttismál. Álverið er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári.
Álver Alcoa Fjarðaáls er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Gildi okkar eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum. Við höfum stöðugar umbætur að leiðarljósi og leggjum áherslu á þátttöku allra í umbótavinnu. Við viljum líka hafa gaman í vinnunni og láta gott af okkur leiða í samfélaginu á Austurlandi.
Samkeppnishæf launakjör og aðbúnaður til fyrirmyndar
Fjarðaál greiðir samkeppnishæf laun og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar. Við fáum meðal annars ókeypis akstur til og frá vinnu og frítt fæði í frábæru mötuneyti. Við erum með öflugt mannauðsteymi og höfum okkar eigin heilsugæslu og aðgang að Velferðarþjónustu Heilsuverndar.
Fjölbreytt störf og mikil tækifæri til starfsþróunar
Fastráðnir starfsmenn Fjarðáls eru um 540 og þar að auki starfa um 250 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu. Störfin hjá Fjarðaáli eru afar fjölbreytt og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil. Móðurfélagið Alcoa Corporation er leiðandi í áliðnaði á heimsvísu og þar eru líka tækifæri til starfsþróunar.

Leiðtogi Viðhalds í Kerskála / Maintenance Coach in the Potroom
Markmið og tilgangur starfs
Að byggja upp og leiða áhugasamt og hæft iðnaðarmannateymi til að framkvæma fyrirbyggjandi viðhald tímalega og á öruggan hátt. Vinna með skipuleggjanda að undirbúningi verka, stýring á framkvæmd vikuplans og eftirfylgni. Stuðla að starfsánægju teymis.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg mannauðsmál teymis, ráðningar, þjálfun og endurgjöf.
- Dagleg framkvæmd og eftirfylgni viðhaldsverkefna.
- Faglegur og tæknilegur stuðningur við iðnaðarmenn.
- Rekstur verkstæðis.
Viðhaldsleiðtogi starfar í umboði framkvæmdarstjóra áreiðanleikateymis. Meginábyrgð leiðtoga er mannauður og framkvæmd vikulegs viðhaldsplans.
Leiðtogi ber ábyrgð verkstjóra skv. lögum nr. 46/1980, Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða réttindi sem krafist er
- Iðnmenntun eða önnur sambærileg menntun.
Reynsla sem krafist er
- Starfsreynsla á vinnumarkaði, a.m.k. 5 ár. Starfsreynsla í framleiðslufyrirtæki er kostur. Stjórnunarreynsla er kostur.
Hæfni sem krafist er
- Hæfni/geta til að skilja framleiðsluferli, sem og tengd stoð- og stjórnunarferli, mælikvarða og staðla.
- Hæfni til að hvetja fólk, setja skýr markmið og fylgja þeim eftir
- Mikil hæfni í samskiptum við fólk, bæði teymi og einstaklinga, taka á ágreiningi, tala fyrir breytingum, innleiðingu staðla o.s.frv.
- Góð almenn tölvufærni og geta til að tileinka sér notkun tölvukerfa.
- Skipulagshæfileikar.
Samskiptafærni og samstarfsaðilar í starfinu
- Samskipti við iðnaðarmenn, framleiðslustarfsmenn, framleiðslusérfræðinga, planara, viðhalds- og áreiðanleikasérfræðinga og rekstarstjóra.
- Samskipti við verktaka, birgja og þjónustuaðila Fjarðaáls.
Fríðindi í starfi
- Mötuneyti
- Íþrótta og meðferðarstyrkir
- Rútuferðir frá helstu byggðarkjörnum
Auglýsing birt30. júní 2025
Umsóknarfrestur15. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hraun 158199, 731 Reyðarfjörður
Starfstegund
Hæfni
LeiðtogahæfniMannleg samskiptiSkipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Inventory employee - lagerstarfsmaður
Vinnupallar

Tæknisvið Securitas á Austurlandi
Securitas

Smiðir og verkamenn
SG verk

Reykjanes: Meiraprófsbílstjóri -sumarstarf / C truck driver - summerjob
Íslenska gámafélagið

Járnavinna í einingaframleiðslu / Steel fixer in a precast concrete production
Einingaverksmiðjan

Umsjónarmaður bifreiða
Domino's Pizza

Falicity Maintenance Supervisor
NEWREST ICELAND ehf.

Leitum að vönum smiðum og handlögnum einstaklingum með áhuga á smíði og viðhaldi
Atlas Verktakar ehf

Suðumeistari á verkstæði
Logoflex ehf

Tækni- og þjónustumaður
Bústólpi ehf

Byggingarstarfsmaður í framleiðslu á forsteyptum einingum / Construction worker
Einingaverksmiðjan

Rental Agent in Keflavík
Iceland Campers