Alcoa Fjarðaál
Alcoa Fjarðaál
Alcoa Fjarðaál

Leiðtogi Viðhalds í Kerskála / Maintenance Coach in the Potroom

Markmið og tilgangur starfs

Að byggja upp og leiða áhugasamt og hæft iðnaðarmannateymi til að framkvæma fyrirbyggjandi viðhald tímalega og á öruggan hátt. Vinna með skipuleggjanda að undirbúningi verka, stýring á framkvæmd vikuplans og eftirfylgni. Stuðla að starfsánægju teymis.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg mannauðsmál teymis, ráðningar, þjálfun og endurgjöf.
  • Dagleg framkvæmd og eftirfylgni viðhaldsverkefna.
  • Faglegur og tæknilegur stuðningur við iðnaðarmenn.
  • Rekstur verkstæðis.

Viðhaldsleiðtogi starfar í umboði framkvæmdarstjóra áreiðanleikateymis. Meginábyrgð leiðtoga er mannauður og framkvæmd vikulegs viðhaldsplans.

Leiðtogi ber ábyrgð verkstjóra skv. lögum nr. 46/1980, Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða réttindi sem krafist er
  • Iðnmenntun eða önnur sambærileg menntun.

Reynsla sem krafist er

  • Starfsreynsla á vinnumarkaði, a.m.k. 5 ár. Starfsreynsla í framleiðslufyrirtæki er kostur. Stjórnunarreynsla er kostur.

Hæfni sem krafist er

  • Hæfni/geta til að skilja framleiðsluferli, sem og tengd stoð- og stjórnunarferli, mælikvarða og staðla.
  • Hæfni til að hvetja fólk, setja skýr markmið og fylgja þeim eftir
  • Mikil hæfni í samskiptum við fólk, bæði teymi og einstaklinga, taka á ágreiningi, tala fyrir breytingum, innleiðingu staðla o.s.frv.
  • Góð almenn tölvufærni og geta til að tileinka sér notkun tölvukerfa.
  • Skipulagshæfileikar.

Samskiptafærni og samstarfsaðilar í starfinu

  • Samskipti við iðnaðarmenn, framleiðslustarfsmenn, framleiðslusérfræðinga, planara, viðhalds- og áreiðanleikasérfræðinga og rekstarstjóra.
  • Samskipti við verktaka, birgja og þjónustuaðila Fjarðaáls.
Fríðindi í starfi
  • Mötuneyti
  • Íþrótta og meðferðarstyrkir
  • Rútuferðir frá helstu byggðarkjörnum
Auglýsing birt30. júní 2025
Umsóknarfrestur15. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hraun 158199, 731 Reyðarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar