Alcoa Fjarðaál
Alcoa Fjarðaál
Alcoa Fjarðaál

Leiðtogi í Launaþjónustu / People Solutions Supervisor

Sem stjórnandi berð þú ábyrgð á að veita skilvirka launaþjónustu. Þú munt einnig bera ábyrgð á ýmsum mannauðsferlum og taka virkan þátt í að þróa og innleiða lausnir sem bæta þjónustuferli og upplifun starfsfólks.

Hjá Alcoa ert þú mikilvægur hluti af markmiði okkar – að breyta möguleikum í raunverulegar framfarir. Þetta er einstakt tækifæri fyrir þig til að koma með þekkingu þína inn í öflugt teymi og taka þátt í að móta sjálfbæra framtíð í áliðnaði.

Main tasks and responsibilities
  • Tryggja að farið sé eftir lögum, reglum og stöðlum.
  • Sjá til þess að unnið sé í samræmi við samþykkt verkferli og vinnulýsingar.
  • Bera ábyrgð á launateymi Fjarðaáls.
  • Bera ábyrgð á réttum launagreiðslum hjá Alcoa Fjarðaáli.
  • Sjá um launavinnslu Alcoa Fjarðaáls í samræmi við stefnu, gildi og markmið fyrirtækisins.
  • Starfa samkvæmt verklagi og stöðlum Alcoa Fjarðaáls og Alcoa Global.
  • Vinna að úrvinnslu tímaskýrslna í samstarfi við fjármálateymi.
  • Svara fyrirspurnum varðandi laun og launatengd mál.
  • Leita lausna á launatengdum áskorunum.
  • Taka þátt í verkefnum tengdum launum og vinnutíma starfsmanna.
  • Sjá um árlega greinningu og endurskoðun launa.
  • Taka þátt í innri og ytri úttektum.
  • Stýra teymi sérfræðinga í launavinnslu.
  • Eiga samskipti við önnur teymi innan fyrirtækisins.
  • Sinna öðrum verkefnum samkvæmt beiðni yfirmanns.
Educational and skill requirements
  • Háskólamenntun í viðskiptafræði eða sambærilegt nám.
  • Að lágmarki fimm ára starfsreynsla eftir háskólanám.
  • Góð samskiptahæfni við starfsfólk, stjórnendur og framkvæmdastjóra Fjarðaáls.
  • Geta til að eiga samskipti við alþjóðleg teymi innan Alcoa Global.
  • Geta til að byggja upp sterkan teymisanda og jákvæða menningu.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði.
  • Skipulagshæfni og framsýni.
  • Geta til að koma upplýsingum skýrt á framfæri, bæði skriflega og munnlega.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Fagleg vinnubrögð.
Auglýsing birt17. júní 2025
Umsóknarfrestur17. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hraun 158199, 731 Reyðarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.LaunavinnslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskipti
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar