
Alcoa Fjarðaál
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hóf starfsemi árið 2007. Fjarðaál er eitt af nútímalegustu og tæknilega fullkomnustu álverum heims og er fyrirmynd hvað varðar umhverfisvernd og jafnréttismál. Álverið er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári.
Álver Alcoa Fjarðaáls er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Gildi okkar eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum. Við höfum stöðugar umbætur að leiðarljósi og leggjum áherslu á þátttöku allra í umbótavinnu. Við viljum líka hafa gaman í vinnunni og láta gott af okkur leiða í samfélaginu á Austurlandi.
Samkeppnishæf launakjör og aðbúnaður til fyrirmyndar
Fjarðaál greiðir samkeppnishæf laun og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar. Við fáum meðal annars ókeypis akstur til og frá vinnu og frítt fæði í frábæru mötuneyti. Við erum með öflugt mannauðsteymi og höfum okkar eigin heilsugæslu og aðgang að Velferðarþjónustu Heilsuverndar.
Fjölbreytt störf og mikil tækifæri til starfsþróunar
Fastráðnir starfsmenn Fjarðáls eru um 540 og þar að auki starfa um 250 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu. Störfin hjá Fjarðaáli eru afar fjölbreytt og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil. Móðurfélagið Alcoa Corporation er leiðandi í áliðnaði á heimsvísu og þar eru líka tækifæri til starfsþróunar.

Leiðtogi í Launaþjónustu / People Solutions Supervisor
Sem stjórnandi berð þú ábyrgð á að veita skilvirka launaþjónustu. Þú munt einnig bera ábyrgð á ýmsum mannauðsferlum og taka virkan þátt í að þróa og innleiða lausnir sem bæta þjónustuferli og upplifun starfsfólks.
Hjá Alcoa ert þú mikilvægur hluti af markmiði okkar – að breyta möguleikum í raunverulegar framfarir. Þetta er einstakt tækifæri fyrir þig til að koma með þekkingu þína inn í öflugt teymi og taka þátt í að móta sjálfbæra framtíð í áliðnaði.
Main tasks and responsibilities
- Tryggja að farið sé eftir lögum, reglum og stöðlum.
- Sjá til þess að unnið sé í samræmi við samþykkt verkferli og vinnulýsingar.
- Bera ábyrgð á launateymi Fjarðaáls.
- Bera ábyrgð á réttum launagreiðslum hjá Alcoa Fjarðaáli.
- Sjá um launavinnslu Alcoa Fjarðaáls í samræmi við stefnu, gildi og markmið fyrirtækisins.
- Starfa samkvæmt verklagi og stöðlum Alcoa Fjarðaáls og Alcoa Global.
- Vinna að úrvinnslu tímaskýrslna í samstarfi við fjármálateymi.
- Svara fyrirspurnum varðandi laun og launatengd mál.
- Leita lausna á launatengdum áskorunum.
- Taka þátt í verkefnum tengdum launum og vinnutíma starfsmanna.
- Sjá um árlega greinningu og endurskoðun launa.
- Taka þátt í innri og ytri úttektum.
- Stýra teymi sérfræðinga í launavinnslu.
- Eiga samskipti við önnur teymi innan fyrirtækisins.
- Sinna öðrum verkefnum samkvæmt beiðni yfirmanns.
Educational and skill requirements
- Háskólamenntun í viðskiptafræði eða sambærilegt nám.
- Að lágmarki fimm ára starfsreynsla eftir háskólanám.
- Góð samskiptahæfni við starfsfólk, stjórnendur og framkvæmdastjóra Fjarðaáls.
- Geta til að eiga samskipti við alþjóðleg teymi innan Alcoa Global.
- Geta til að byggja upp sterkan teymisanda og jákvæða menningu.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði.
- Skipulagshæfni og framsýni.
- Geta til að koma upplýsingum skýrt á framfæri, bæði skriflega og munnlega.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
- Fagleg vinnubrögð.
Auglýsing birt17. júní 2025
Umsóknarfrestur17. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hraun 158199, 731 Reyðarfjörður
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiLaunavinnslaMannleg samskipti
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (1)