

Laugarvörður - Kópavogslaug - Hlutastarf
Laugarvörður - Kópavogsluag - Hlutastarf
Laust er til umsóknar 47% starf við laugarvörslu, þrif og baðvörslu í búniningsklefum kvenna og í móttöku sundlaugarinnar. Unnið er á vöktum. Á hverjum fjórum vikum eru þrjár kvöldvaktir (ein á fimmtudegi og tvær á föstudegi) klukkan 14:05 - 22:30 og tvær morgunvaktir (báðar á mánudegi) klukkan 06:15 – 14:15. Þá er ein helgarvakt (laugardagur og sunnudagur) klukkan 07:45 – 18:30 (07:45 - 20:30 milli 1. maí og 30. september), á hverjum fjórum vikum .
Kópavogslaug er staðsett í vesturbæ Kópavogs, stutt frá Hamraborginni og er einn stærsti sundstaður landsins. Þar eru sundlaugar úti og inni, ásamt heitum pottum, köldum potti, gufubaði og rennibrautum. Hjá lauginni starfa á fjórða tug manna við þjónustustörf og öryggisgæslu.
Ráðningartími og starfshlutfall
- Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í byrjun mars.
- Starfshlutfall er 47%.
- Um framtíðarstarf er að ræða.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Allgóð sundkunnátta áskilin. Umsækjendur þurfa að standast sundpróf svipað og tekið er í 10. bekk grunnskóla.
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og vera reglusamir, samviskusamir, vinnusamir, þjónustulundaðir og góðir í samskiptum.
- Umsækjendur þurfa að geta unnið í búningsklefum kvenna.
- Starfið hentar ekki síður þeim sem eru komnir á og yfir miðjan aldur en þeim sem yngri eru.
- Starfið krefst allgóðrar íslenskukunnáttu.
Helstu verkefni og ábyrgð
Skipta má störfum starfsmanna sundlaugarinnar í þrjú svið,
ÖRYGGI, ÞRIF og ÞJÓNUSTU.
Starfið fer fram á einhverjum af þessu starfsstöðum:
Laugarvarsla sem felst í öryggiseftirliti og þrifum við laugar bæði úti og inni.
Baðvarsla sem einkum er fólgin í þrifum í bað- og búningsklefum auk öryggisgæslu á þeim stöðum.
Afgreiðsla þar sem sala í laug og á ýmsum vörum fer fram, símsvörun, upplýsingagjöf, þrif og öryggiseftirlit. Starfsmenn fá námskeið í fyrstu hjálp, björgun og fleiru.
Frekari upplýsingar
Mikilvægt er að upplýsingar um meðmælendur fylgi umsókn.
Ráðið verður í stöðuna sem fyrst.
Launakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.
Nánari upplýsingar veitir Jakob Þorsteinsson í netfanginu [email protected].
Stytting vinnuvikunnar - Líkamsræktaraðstaða












