Grímsnes- og Grafningshreppur
Grímsnes- og Grafningshreppur
Grímsnes- og Grafningshreppur

Kerhólsskóli óskar eftir að ráða kennara í leikskóladeild

Kerhólsskóli óskar eftir að ráða kennara eða leiðbeinanda/stuðning í leikskóladeild


Kerhólsskóli er sameinaður leik- og grunnskóli með u.þ.b. 87 nemendur á aldrinum 1. árs upp í 10. bekk þar af eru 30 börn í leikskóladeild. Skólinn er Grænfánaskóli og leggur áherslur á fagleg vinnubrögð, einstaklingsmiðað nám, umhverfismennt, útikennslu og heilsueflingu. Leikskóladeildin vinnur auk þess út frá kenningum um „Flæði“. Kerhólsskóli er í u.þ.b. 15. mín akstursfjarlægð frá Selfossi.

Vakin er athygli á stefnu Grímsnes- og Grafningshrepps um jafnan hlut kynja í störfum hjá sveitarfélaginu.

Kennari í 100% starf. Kennarar í leikskóladeild starfa eftir starfslýsingu leikskólakennara. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leyfisbréf til kennslu

· Góð færni í samskiptum

· Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Góð íslenskukunnátta og ritfærni er skilyrði. Miðað er við stig B2 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum

· Vilji til að gera góðan skóla betri

Fríðindi í starfi

· Stytting vinnuvikunar

· Skráningardagar í jóla-,páska- og vetrarfríum

· Frítt fæði á vinnutíma

Fáist ekki kennari er möguleiki að ráða leiðbeinanda tímabundið.

Umsækjendur þurfa að sýna fram á hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar gefur Sigríður Þorbjörnsdóttir deildarstjóri leikskóla í síma 480-5520, 867-5175. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist til deildarstjóra [email protected]

Helstu verkefni og ábyrgð

Vera stuðningur við nemanda

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Leyfisbréf til kennslu 

·        Góð færni í samskiptum 

·         Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður

·         Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

·         Góð íslenskukunnátta og ritfærni er skilyrði. Miðað er við stig B2 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum

·         Vilji til að gera góðan skóla betri

Fríðindi í starfi

·         Stytting vinnuvikunar

·         Skráningardagar í jóla-,páska- og vetrarfríum

       ·         Frítt fæði á vinnutíma

Auglýsing birt5. mars 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Stjórnsýsluhúsið Borg, 805 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar