
Icelandia
Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun.
Undir vörumerki Icelandia starfa:
Activity Iceland,
Almenningsvagnar Kynnisferða
Bílaleiga Kynnisferða – Enterprise Rent-A-Car
Dive.is
Flybus
Garðaklettur
Hópbifreiðar Kynnisferða
Icelandic Mountain Guides
Reykjavik Excursions
Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
Activity Iceland hefur boðið upp á sérferðir á breyttum bílum og lúxusferðir.
Almenningsvagnar Kynnisferða eiga 58 strætisvagna og sjá um viðhald og rekstur þeirra. Félagið sinnir akstri á 11 leiðum fyrir Strætó bs á höfuðborgarsvæðinu.
Enterprise Rent-A-Car er stærsta bílaleiga í heimi og starfar hér á landi undir vörumerki Icelandia. Félagið er með um 1.000 bíla í rekstri í langtíma- og skammtímaleigu.
Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að vera fimm stjörnu PADI köfunarskóli.
Flybus býður upp á akstur á milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Garðaklettur á og sér um viðhald og rekstur á dráttarbílum ásamt því að sinna vörubílaakstri.
Hópbifreiðar Kynnisferða heldur utan um rekstur hópbifreiða af öllum stærðum.
Icelandic Mountain Guides hafa verið í fararbroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á sviði afþreyingar, göngu- og fjallaferðum og bjóða meðal annars upp á fjórhjólaferðir, jöklaferðir og styttri og lengri gönguferðir.
Reykjavik Excursions er eitt elsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og býður upp á dagsferðir í Bláa Lónið, Gullna hringinn, Jökulsárlón, norðurljósa ferðir og margt fleira.
Icelandia leitar að áhugasömu starfsfólki sem nýtir þekkingu og reynslu í daglegum störfum í jákvæðu starfsumhverfi.
Fyrirtækið er ISO 14001 vottað og er það markmið okkar að nálgast náttúruna með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Kerfisstjóri
Ferðaskrifstofa Icelandia leitar að reynslumiklum og lausnamiðuðum kerfisstjóra sem hefur áhuga á að leiða áframhaldandi uppbyggingu og rekstur tækniinnviða fyrirtækisins. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni í kerfisstjórnun með áherslu á fagmennsku, gæði og öryggi.
Ferðaskrifstofa Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun. Fyrirtækið sinnir ferðafólki með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með miðlægum tækniinnviðum fyrirtækisins, þar á meðal netkerfum, þjónabúnaði, skýjalausnum og öryggislausnum.
- Vinna náið með ytri þjónustuaðilum að innleiðingu, rekstri og umbótum í tækniumhverfi.
- Innleiðing og eftirfylgni á upplýsingatækniöryggi, þar á meðal afritun, aðgangsstýringum og vöktun.
- Vinna að stöðugum umbótum á ferlum til að tryggja fagleg vinnubrögð og hámarks gæði þjónustu með upplýsingatækniteymi fyrirtækisins.
- Veita starfsmönnum þjónustu og stuðning þegar þörf krefur, einkum í flóknari úrlausnarefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði tölvunarfræði, kerfisstjórnunar eða tengdu fagi.
- Reynsla af kerfisstjórnun, þjónustuviðmóti og upplýsingatækniöryggi.
- Þekking á netkerfum, þjónabúnaði, skýjalausnum og öryggislausnum.
- Góð kunnátta í Microsoft 365 og Azure umhverfi er mikill kostur.
- Skipulagshæfni, frumkvæði og færni til að vinna sjálfstætt.
- Góð samskiptafærni og þjónustulund.
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli.
Fríðindi í starfi
- Fjölbreytt og krefjandi verkefni í öflugu upplýsingatækniteymi.
- Sveigjanleiki í vinnuumhverfi og framúrskarandi starfsandi.
- Líkamsræktarstyrkur, sálfræðistyrkur og möguleikar á símenntun.
Auglýsing birt3. september 2025
Umsóknarfrestur17. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Klettagarðar 12, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AzureKerfishönnunSjálfstæð vinnubrögðSjálfvirknivæðingTeymisvinnaTölvuöryggiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (7)

Sérfræðingur í kerfisrekstri
Helix Health

Metnaðarfullur SÖLU- og tæknifulltrúi
Boðtækni ehf

Sérfræðingur á rekstrarvakt
Reiknistofa bankanna

Verkefnastjóri tæknilegra umbóta - Þróunar- og tölvudeild
Hafnarfjarðarbær

Software Specialist
Rapyd Europe hf.

Sérfræðingur í fjarskiptum
Orkufjarskipti hf.

DevOps sérfræðingur / Senior DevOps Engineer
Motus