Icelandia
Icelandia
Icelandia

Kerfisstjóri

Ferðaskrifstofa Icelandia leitar að reynslumiklum og lausnamiðuðum kerfisstjóra sem hefur áhuga á að leiða áframhaldandi uppbyggingu og rekstur tækniinnviða fyrirtækisins. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni í kerfisstjórnun með áherslu á fagmennsku, gæði og öryggi.

Ferðaskrifstofa Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun. Fyrirtækið sinnir ferðafólki með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með miðlægum tækniinnviðum fyrirtækisins, þar á meðal netkerfum, þjónabúnaði, skýjalausnum og öryggislausnum. 
  • Vinna náið með ytri þjónustuaðilum að innleiðingu, rekstri og umbótum í tækniumhverfi. 
  • Innleiðing og eftirfylgni á upplýsingatækniöryggi, þar á meðal afritun, aðgangsstýringum og vöktun. 
  • Vinna að stöðugum umbótum á ferlum til að tryggja fagleg vinnubrögð og hámarks gæði þjónustu með upplýsingatækniteymi fyrirtækisins. 
  • Veita starfsmönnum þjónustu og stuðning þegar þörf krefur, einkum í flóknari úrlausnarefnum. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði tölvunarfræði, kerfisstjórnunar eða tengdu fagi. 
  • Reynsla af kerfisstjórnun, þjónustuviðmóti og upplýsingatækniöryggi. 
  • Þekking á netkerfum, þjónabúnaði, skýjalausnum og öryggislausnum. 
  • Góð kunnátta í Microsoft 365 og Azure umhverfi er mikill kostur. 
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og færni til að vinna sjálfstætt. 
  • Góð samskiptafærni og þjónustulund. 
  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli. 
Fríðindi í starfi
  • Fjölbreytt og krefjandi verkefni í öflugu upplýsingatækniteymi. 
  • Sveigjanleiki í vinnuumhverfi og framúrskarandi starfsandi. 
  • Líkamsræktarstyrkur, sálfræðistyrkur og möguleikar á símenntun. 
Auglýsing birt3. september 2025
Umsóknarfrestur17. september 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Klettagarðar 12, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AzurePathCreated with Sketch.KerfishönnunPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SjálfvirknivæðingPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.TölvuöryggiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar