Helix Health
Helix Health
Helix Health

Sérfræðingur í kerfisrekstri

Vilt þú hafa áhrif á rekstur á tæknilegum innviðum heilbrigðiskerfisins sem tryggja öryggi og áreiðanleika heilbrigðisupplýsinga? Við leitum að reynslumiklum sérfræðingi í kerfisrekstri til að ganga til liðs við teymið okkar hjá Helix.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Uppsetning og rekstur á lausnum Helix 

  • Þjónusta og rekstur innviða 

  • Lausn tæknivandamála í samstarfi við notendur og samstarfsaðila 

  • Regluleg uppfærsluvinna, prófanir og gæðatrygging 

  • Virkt samstarf við heilbrigðisstarfsfólk, verktaka og samstarfsaðila 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð kunnátta í Windows/Linux stýrikerfum og netum 

  • Þekking á gagnagrunnum, sér í lagi MS SQL og Oracle 

  • Þekking á rekstri Kubernetes og Podman er kostur 

  • Þekking á umsýslu TLS skilríkja er kostur 

  • Þekking á CI/CD, sér í lagi í Github er kostur 

  • Þekking á eftirlitskerfum, sér í lagi Grafana cloud er kostur 

  • Skipulagshæfni, samskiptalipurð og þjónustulund 

  • Gott vald á íslensku og ensku, rituðu og töluðu máli. 

Við bjóðum
  • Tækifæri til að starfa í fjölbreyttu og lifandi starfsumhverfi. 

  • Hvetjandi verkefni þar sem virðing og samvinna eru lykilatriði. 

  • Sveigjanleika og tækifæri til persónulegs og faglegs vaxtar. 

Auglýsing birt5. september 2025
Umsóknarfrestur14. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 37, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar