

Kennari - við leitum að dásamlegum samstarfsaðila
Regnboginn leikskóli óskar eftir að ráða kennara í 100% stöðu.
Ef þú ert að leita að faglegum og notalegum vinnustað ásamt frábæru samstarfsfólki þá er Regnboginn rétti staðurinn fyrir þig. Áhersla er lögð á góða mönnun, jákvæðan og skemmtilegan skólabrag.
Regnboginn er 3ja deilda, einkarekinn leikskóli í Ártúnsholti, Reykjavík. Leikskólinn vinnur í anda Reggio Emilia stefnunnar með áherslu á skapandi starf, tilfinningalega styðjandi umhverfi og læsi.
Kíktu á heimasíðuna okkar fyrir nánari upplýsingar www.regnbogi.is
Daglegur vinnutími er 7 klst og 15 mínútur.
Einkunnarorð skólans eru "Börn eru merkilegt fólk" og gildin okkar eru gleði - virðing - umhyggja. Meðal áherslna er að skapa barnvænt umhverfi, rækta tillitsemi, vináttu og kærleika og stuðla þannig að góðum samskiptum.
Okkar sýn er að öll börn eru sterk og hæfileikarík, hvert á sinn hátt.
Nánari upplýsingar veitir Fanney Guðmundsdóttir, skólastjóri, gegnum netfangið [email protected]
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna
- Að stuðla að velferð barna
- Þátttaka í teymisstarfi, foreldrasamskiptum og faglegum verkefnum skólans
- Tileinkar sér og vinnur skv. stefnu Regnbogans
- Leyfisbréf kennara
- Reynsla af leikskólastarfi eða starfi með börnum
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum - gleði, virðing, umhyggja
- Frumkvæði í starfi og stundvísi
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Mjög góð íslenskukunnátta er nauðsynleg












