66°North
Sjóklæðagerðin hf. er eitt elsta framleiðslufyrirtæki Íslands.
Árið 1926 hóf fyrirtækið framleiðslu á sérstökum hlífðarfatnaði fyrir sjómenn og fiskverkunarfólk á norðurslóðum en seinna bættist við vörulínu fyrirtækisins vinnufatnaður fyrir fólk í landi.
Rætur fyrirtækisins liggja því í framleiðslu sjó- og vinnufatnaðar og er fyrirtækið afar stolt af þeirri arfleifð sinni. Í dag er hönnun og framleiðsla útivistarfatnaðar kjarninn í starfsemi fyrirtækisins sem framleiddur er undir vörumerkinu 66°NORÐUR en fyrirtækið leggur mikið upp úr gæðum vörunnar þar sem eingöngu eru notuð bestu fáanlegu efnin í framleiðsluna.
Í dag starfa um 400 manns hjá Sjóklæðagerðinni og starfar fyrirtækið í fjórum löndum, á Íslandi, í Danmörku, Bretlandi og Lettlandi. Á Íslandi rekur Sjóklæðagerðin tíu verslanir undir vörumerkinu 66°NORÐUR og í Kaupmannahöfn eru tvær verslanir þar sem sú fyrsta opnaði í lok árs 2014. Árið 2019 var opnuð skrifstofa í Lundúnum. Í lok árs 2022 mun Sjóklæðagerðin opna nýja 66°NORÐUR verslun í Lundúnum.
Jólastörf í verslunum hjá 66°Norður
66°NORÐUR leitar að dugmiklum einstaklingum í fullt starf og hlutastarf í verslunum fyrirtækisins í haust, á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Jákvætt viðmót og þjónustulund.
- Framúrskarandi hæfileikar í mannlegum samskiptum.
- Brennandi áhugi á útivist og hreyfingu.
- Áhugi á sölumennsku.
- Mjög góð enskukunnátta.
- Kunnátta í Norðurlandamáli, þýsku, kínversku eða öðrum tungumálum er kostur.
- Reynsla af sölustörfum er kostur.
- Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 19 ára aldri.
Auglýsing birt18. nóvember 2024
Umsóknarfrestur15. desember 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Miðhraun 11, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaSölumennskaVöruframsetningÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Söluráðgjafi HTH innréttinga
HTH innréttingar
Sölufulltrúi - Fullt starf
Heimilistæki ehf
Sölu- og markaðsfulltrúi
Reon
OK leitar að Rekstrarstjóra Prentlausna
OK
Hlutastarf - fjölbreytt verkefni
Símstöðin ehf
Viðskiptastjóri
Smyril Line Ísland ehf.
Meindýraeyðir óskast
Varnir og Eftirlit
Almenna starfsmenn vantar bæði á Arena og Bytes
Arena
Sölufulltrúi Akureyri
Húsgagnahöllin
Sölustarf í persónu (Face to face)
Takk ehf
Afgreiðsla í verslun
MÓRI
Starfsfólk í tínslu/keyrslu - Snjallverslun Akranesi
Krónan