
Hugbúnaðarþróun og öryggismál
Kvikna Medical ehf. vinnur að þróun og sölu á hugbúnaði og vélbúnaði fyrir heilalínurit (EEG) og eru viðskiptavinir fyrirtækisins um allan heim. Kvikna var fyrst fyrirtækja til að bjóða upp á skýjalausn fyrir heilalínurit og er enn í fararbroddi á alþjóðlegum markaði.
Við óskum eftir ráða að tæknilega sinnaðan einstakling til að hafa yfirumsjón með öryggismálum í hugbúnaðarþróun Kvikna Medical. Starfið felur í sér að tryggja og sýna fram á að hugbúnaður og vélbúnaður fyrirtækisins uppfylli kröfur og alþjóðlega staðla fyrir lækningatæki, samhliða þátttöku í hugbúnaðarþróun.
Frekari upplýsingar um Kvikna Medical ehf. má finna: About Stratus | Kvikna Medical
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Yfirumsjón með öryggismálum í hugbúnaðarþróun
- Tryggja samræmi við staðla fyrir lækningatæki, m.a. IEC 81001-5-1 og AAMI SW96
- Skjalfesting ferla í samvinnu við gæðastjóra
- Samvinna við þróunarteymi um örugga hönnun
- Þróun og viðhald hugbúnaðar
Hæfniskröfur:
- Reynsla af hugbúnaðarþróun, helst í .NET / C#
- Áhugi á öryggismálum í hugbúnaðarþróun
- Þekking á netöryggi (cyber security) er kostur
- Góð enskukunnátta
- Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
Starfið hentar sérstaklega einstaklingum með bakgrunn í hugbúnaðargerð eða forritun sem vilja þróa sig frekar í öryggis- og gæðamálum í víðara samhengi.
Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar 2026 en unnið er úr umsóknum um leið og þær berast. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon ([email protected]) og Birna Dís Bergsdóttir ([email protected]) í síma 511-1225.
Enska










