APRÓ
APRÓ
APRÓ

Gervigreindar- og gagnafræðingur

Brennur þú fyrir gervigreind og vilt nýta tæknina til að leysa raunveruleg verkefni?

APRÓ leitar að lausnamiðuðum sérfræðingi í hagnýtri gervigreind. Starfið snýst um að nýta gervigreind í raunverulegum verkefnum fremur en grunnrannsóknum. Við leitum að einstaklingi sem kann að beita stórum mállíkönum (LLMs), getur smíðað snjalla agents og þróað agentic kerfi sem skapa áþreifanlegt virði fyrir viðskiptavini okkar.

Viðkomandi verður hluti af framsæknu teymi þar sem tæknilegur metnaður og nýsköpun eru í forgrunni. Teymi sem tengir saman gögn og gervigreind til að sjálfvirknivæða ferla og bæta þjónustu hjá viðskiptavinum APRÓ.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hagnýting stórra mállíkana (LLMs) í viðskiptaumhverfi
  • Þróun, innleiðing og uppsetning á AI Agents og spjallmennum
  • Samtenging gervigreindar við gögn og kerfi viðskiptavina (t.d. RAG)
  • Gagnagreining og undirbúningur gagna fyrir gervigreindarvinnslu
  • Greina tækifæri til sjálfvirknivæðingar hjá viðskiptavinum
  • Fylgjast með nýjungum í gervigreind (OpenAI, Anthropic, Google o.fl.)
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi (hugbúnaðarverkfræði, gagnatækni o.þ.h.)
  • Yfirgripsmikil reynsla af Python og skýjaumhverfum (AWS, Azure eða Google)
  • Áhugi á hagnýtingu gervigreindar í viðskiptum
  • Lausnamiðuð hugsun og hæfni til að vinna í teymi
  • Frumkvæði í að þróa nýjar lausnir og tækifæri fyrir viðskiptavini

  • Góð enskukunnátta er skilyrði, íslenskukunnátta kostur

Fríðindi í starfi
  • Kaupréttaráætlun
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Árlegur heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Mötuneyti, drykkir og snarl á vinnustað
  • Starfsmannafélag og reglulegir viðburðir
Auglýsing birt12. desember 2025
Umsóknarfrestur12. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Mjög góð
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AWSPathCreated with Sketch.AzurePathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.GervigreindPathCreated with Sketch.Google CloudPathCreated with Sketch.Python
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar