![Sjúkrahúsið á Akureyri](https://alfredprod.imgix.net/logo/dcbc14ab-c850-4250-a02a-93100f6dd19a.png?w=256&q=75&auto=format)
![Sjúkrahúsið á Akureyri](https://alfredprod.imgix.net/cover/is-94577a54-979a-4afa-88ae-f5ada6d89307.jpeg?w=1200&q=75&auto=format)
Heilbrigðisgagnafræðingur við Sjúkrahúsið á Akureyri
Langar þig að prófa eitthvað nýtt og takast á við spennandi áskoranir í fjölbreyttu starfsumhverfi?
Sjúkrahúsið á Akureyri auglýsir eftir heilbrigðigagnafræðingi í 85-100% stöðu og er staðan laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir vegna styttingu vinnuvikunnar.
Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Næsti yfirmaður er Guðrún Jóhannesdóttir deildarstjóri.
-
Meðhöndlun og skráning hvers konar læknisfræðilegra skýrslna og heilbrigðisgagna í samræmi við gildandi lög, reglur, kröfur og gæðaviðmið
-
Dagleg vinnsla sjúkraskrárupplýsinga í samræmi við gildandi lög, reglur, kröfur og gæðaviðmið
-
Gagnavinnsla, umsýsla og varðveisla sjúkraskráa og annarra skjala
-
Tímabókanir og milliganga sjúklinga og annars heilbrigðisstarfsfólks í sambandi við meðferð sjúklinga
-
Virk þátttaka í stefnumótun rafrænna sjúkraskráa
-
Kennsla og þjálfun annarra heilbrigðisstétta í notkun rafrænna sjúkraskrárkerfa
-
Önnur verkefni í samráði við yfirmann
-
Ef heilbrigðisgagnafræðingur, þá er gilt íslenskt starfsleyfi skilyrði
-
Einnig kemur til greina að ráða nema í heilbrigðisgagnafræði sem lokið hafa öllu nema starfsárinu, eða nema í heilbrigðisfræðum eða aðra með haldgóða menntun og/eða reynslu
-
Góð íslensku- og enskukunnátta
-
Góð tölvukunnátta
-
Lögð er áhersla á faglegan metnað, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
-
Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
![Enska](https://alfredflags.imgix.net/en.png?w=60&h=60)
![Landspítali](https://alfredprod.imgix.net/logo/cdc858ae-ca68-46ef-8c0d-8c8c1d343dc8.png?w=256&q=75&auto=format)
![Lækning](https://alfredprod.imgix.net/logo/9e8b9b87-3600-4cfa-a840-a7fa1edab970.png?w=256&q=75&auto=format)
![Heilbrigðisstofnun Suðurlands](https://alfredprod.imgix.net/logo/2efd81fb-9266-401a-a3fd-a9c3e3a70995.png?w=256&q=75&auto=format)
![Heilbrigðisstofnun Suðurlands](https://alfredprod.imgix.net/logo/2efd81fb-9266-401a-a3fd-a9c3e3a70995.png?w=256&q=75&auto=format)
![Landspítali](https://alfredprod.imgix.net/logo/cdc858ae-ca68-46ef-8c0d-8c8c1d343dc8.png?w=256&q=75&auto=format)