Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkrahúsið á Akureyri

Skjalastjóri á skrifstofu forstjóra

Sjúkrahúsið á Akureyri auglýsir laust til umsóknar starf skjalastjóra í 70-80% starf. Leitað er eftir metnaðarfullum og drífandi einstaklingi með þekkingu og reynslu af skjalastjórnun. Um er að ræða spennandi starf sem gefur metnaðarfullum sérfræðingi á sviði skjala- og upplýsingamála einstakt tækifæri til innleiðingar á verklagi við skráningu, vistun og meðhöndlun upplýsinga þar sem lögð er áhersla á stafræna þróun. Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón með skjalastjórn og skjalavistun innan sjúkrahússins í samræmi við lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014

  • Stefnumótun í skjalastjórn og skjalavistun og gerð handbókar og leiðbeininga um skjalavistun

  • Gerð og uppfærsla skjalavistunaráætlunar

  • Skipuleggja fræðslu og annast kynningar um skjalastjórn og skjalavistun

  • Innleiðing og umsjón með málakerfi (Workpoint) og eftirlit með skráningu skjala, lýsigögn og frágangi

  • Skipulag aðgangsstýringahópa, eftirlit og aðstoð við notendur skjalakerfis

  • Stýring á verklagi og vistun skjala í samvinnu við upplýsingatæknideild

  • Umsjón með grisjun skjala (pappírs og rafrænna), skráningu í geymsluskrár og pökkun skjala

  • Umsjón með afhendingu skjala til Héraðsskjalasafnsins á Akureyri/Þjóðskjalasafns Íslands

  • Samskipti og samstarf með rekstraraðilum kerfa, Þjóðskjalasafns Íslands, Héraðsskjalasafns Akureyrar og aðrar heilbrigðisstofnanir

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í upplýsingafræði eða önnur háskólamenntun á sviði skjalastjórnunar sem nýtist í starfi er skilyrði

  • Framhaldsmenntun á sviði skjalastjórnunar er kostur

  • Þekking og góð reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu er kostur

  • Reynsla og þekking af sambærilegu starfi, auk reynslu og þekkingar á vinnslu í mála- og skjalavistunarkerfum er nauðsynleg

  • Góð almenn tölvufærni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði

  • Mjög góð hæfni í íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði

  • Hæfni í mannlegum samskiptum, skipulaghæfileikar og hæfni í að miðla þekkingu til annarra

  • Sjálfstæði, frumkvæði og fagleg vinnubrögð

Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur
  • Velferðartorg - þjónusta og meðferð hjá ýmsum sérfræðingum
  • Fjölbreytt og gott mötuneyti
  • Vinnuvika 36 klst.
Auglýsing birt7. febrúar 2025
Umsóknarfrestur24. febrúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Eyrarlandsvegur, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Umsýsla gæðakerfaPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar