Skjalastjóri á skrifstofu forstjóra
Sjúkrahúsið á Akureyri auglýsir laust til umsóknar starf skjalastjóra í 70-80% starf. Leitað er eftir metnaðarfullum og drífandi einstaklingi með þekkingu og reynslu af skjalastjórnun. Um er að ræða spennandi starf sem gefur metnaðarfullum sérfræðingi á sviði skjala- og upplýsingamála einstakt tækifæri til innleiðingar á verklagi við skráningu, vistun og meðhöndlun upplýsinga þar sem lögð er áhersla á stafræna þróun. Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
-
Yfirumsjón með skjalastjórn og skjalavistun innan sjúkrahússins í samræmi við lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014
-
Stefnumótun í skjalastjórn og skjalavistun og gerð handbókar og leiðbeininga um skjalavistun
-
Gerð og uppfærsla skjalavistunaráætlunar
-
Skipuleggja fræðslu og annast kynningar um skjalastjórn og skjalavistun
-
Innleiðing og umsjón með málakerfi (Workpoint) og eftirlit með skráningu skjala, lýsigögn og frágangi
-
Skipulag aðgangsstýringahópa, eftirlit og aðstoð við notendur skjalakerfis
-
Stýring á verklagi og vistun skjala í samvinnu við upplýsingatæknideild
-
Umsjón með grisjun skjala (pappírs og rafrænna), skráningu í geymsluskrár og pökkun skjala
-
Umsjón með afhendingu skjala til Héraðsskjalasafnsins á Akureyri/Þjóðskjalasafns Íslands
-
Samskipti og samstarf með rekstraraðilum kerfa, Þjóðskjalasafns Íslands, Héraðsskjalasafns Akureyrar og aðrar heilbrigðisstofnanir
-
Háskólamenntun í upplýsingafræði eða önnur háskólamenntun á sviði skjalastjórnunar sem nýtist í starfi er skilyrði
-
Framhaldsmenntun á sviði skjalastjórnunar er kostur
-
Þekking og góð reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu er kostur
-
Reynsla og þekking af sambærilegu starfi, auk reynslu og þekkingar á vinnslu í mála- og skjalavistunarkerfum er nauðsynleg
-
Góð almenn tölvufærni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
-
Mjög góð hæfni í íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði
-
Hæfni í mannlegum samskiptum, skipulaghæfileikar og hæfni í að miðla þekkingu til annarra
-
Sjálfstæði, frumkvæði og fagleg vinnubrögð
- Heilsustyrkur
- Velferðartorg - þjónusta og meðferð hjá ýmsum sérfræðingum
- Fjölbreytt og gott mötuneyti
- Vinnuvika 36 klst.