

Global Product Manager
Viltu taka þátt í verkefnum með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks?
Embla Medical (Össur) leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf vörustjóra á Íslandi. Vörustjóri hefur yfirumsjón með og stýrir stefnumótun á einni af okkar vörulínum með það að meginmarkmiði að auka arðsama markaðshlutdeild og tekur þar með virkan þátt í framþróun fyrirtækisins. Vörustjóri hjá Össuri tilheyrir alþjóðlegri markaðsdeild og vinnur náið með öðrum deildum fyrirtækisins að þarfagreiningu og í að uppgötva ný tækifæri.
-
Mótun og viðhald heildarstefnu vörulínu
-
Staðfærsla og stýring á líftímaskeiði vöru
-
Markaðssetning nýrra og núverandi vara í samráði við aðrar deildir fyrirtækisins
-
Þáttaka í hönnun og innleiðingu á markaðsstefnu (Go-to-Market Strategy) í samvinnu við aðrar deildir fyrirtækisins
-
Myndun markaðstengsla (Voice of Customer) og nýting í greiningu og þróun nýrra markaðs- og viðskiptatækifæra
-
Háskólapróf sem nýtist í starfi
-
MBA/meistarapróf er kostur
-
A.m.k. 5 ára starfsreynsla við markaðsstörf og/eða viðskiptaþróun
-
Hæfileiki til að stýra og taka þátt í alþjóðlegum verkefnum og þverfaglegri teymisvinnu
-
Alþjóðleg starfsreynsla
-
Sterkir samskiptahæfileikar
-
Mjög góð enskukunnátta
-
Reynsla úr heilbrigðisiðnaði kostur
-
Líkamsræktarstyrkur
-
Samgöngustyrkur
-
Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir
-
Mötuneyti með fjölbreyttu úrvali af mat
-
Frí heilsufars-mæling og ráðgjöf
-
Árlegur sjálfboðaliðadagur
- Sveigjanlegur vinnutími
- Starfsþróun
-
Öflugt félagslíf

