Sýn
Sýn
Sýn

Vörustjóri Fyrirtækja

Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn leitar að öflugum aðila í spennandi starf vörustjóra fyrirtækja. Vörustjóri fyrirtækja vinnur að þróun á vörum og þjónustum á fyrirtækjamarkaði svo sem Netsambanda, fastlínu auk endabúnaðar og annarri tengdri þjónustu. Vörustjóri ber ábyrgð á eftirfarandi þáttum

Helstu verkefni:

  • Vörumótun og þróun á fyrirtækjamarkaði
  • Þátttaka í stefnumótun
  • Framlegðargreining
  • Þáttaka í forsölu og upplýsingagjöf
  • Þarfagreining viðskiptavina

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Yfirgripsmikil þekking á netsamböndum og nethögun fyrirtækja
  • Geta til þess að greina þarfir viðskiptavina og auðkenna tækifæri í innviðum félagsins til að uppfylla þær þarfir.
  • Metnaður til að ná árangri, vilji til breytinga og geta til að leiða framfarir
  • Frumkvæði, færni í mannlegum samskiptum og góð skipulagshæfni

Hvað höfum við að bjóða þér?

  • Frábæra vinnufélaga
  • Framúrskarandi vinnuaðstöðu
  • Spennandi verkefni
  • Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
  • Möguleika á starfsþróun
  • Mötuneyti á heimsmælikvarða
  • Internet- og farsímaáskrift auk sérkjara af sjónvarpsþjónustu
  • Árlegan heilsustyrk
  • Árlegan símtækjastyrk
  • Samgöngustyrk fyrir þá sem nýta sér vistvæna ferðamáta til og frá vinnu
  • Öflugt starfsmannafélag og frábæra vinnustaðamenningu

Við hvetjum áhugasama af öllum kynjum til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 9.mars nk. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Amlín, [email protected], Forstöðumaður vöruþróunar og verðlagningar.

Einungis er tekið á móti umsóknum í gegnum ráðningavefinn okkar.

Hver erum við?

Sýn er leiðandi fyrirtæki á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi. Undir Sýn heyra vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Vísir, Bylgjan, FM957, X-977, Stöð 2 Sport og Já.is. Hjá okkur starfar samheldinn hópur fólks sem leitast stöðugt við að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu.

Hjá Sýn leggjum við áherslu á að starfsfólk upplifi vellíðan í vinnu. Það gerum við með því að búa starfsfólki framúrskarandi vinnuaðstöðu, huga að líkamlegri og andlegri heilsu þess og gefa því möguleika á sveigjanleika í vinnu. Við viljum að fólki líði vel í vinnunni, upplifi sig sem hluta af sterkri liðsheild, fái útrás fyrir sköpunarþörf sína og tækifæri til að takast á við verkefni þar sem styrkleikar þeirra fá helst notið sín. Sýn vill þannig stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og góðu sjálfstrausti starfsfólks og að starfsfólk sýni frumkvæði í starfi. Við trúum því að fyrirtækinu gangi best þegar starfsfólkið er upp á sitt BESTA.

Auglýsing birt5. mars 2025
Umsóknarfrestur9. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar