
Orkusalan
Hlutverk Orkusölunnar er að framleiða, kaupa og selja rafmagn til heimila, fyrirtækja og stofnana um allt land. Orkusalan er eina fyrirtækið á raforkumarkaði sem hefur kolefnisjafnað bæði rekstur og vinnslu raforku.

Gagnasérfræðingur
Við hjá Orkusölunni leitum að öflugum gagnasérfræðingi sem brennur fyrir því að nýta gögn til að skapa virði, bæta ákvarðanatöku og styðja við nýsköpun í orkugeiranum. Í okkar daglegu störfum vinnum við meðal annars með rauntímaupplýsingar um raforkunotkun, innkaup og sölu á raforku, hleðslustöðvar fyrir bíla, fjármál, markaðsmál og framkvæmdir við virkjanir sem framleiða raforku. Öllu þessu fylgir veruleg gagnasöfnun og þörf fyrir faglega gagnaúrvinnslu.
Við leitum því að traustum samstarfsaðila sem getur unnið með okkur að því að nýta þessi gögn á skilvirkan og áreiðanlegan hátt.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna þvert á fyrirtækið til að tryggja aðgengi að áreiðanlegum gögnum sem styðja við ákvarðanatöku.
- Þróa gagnalíkön, gagnasöfn og skýrslur.
- Taka virkan þátt í verkefnum og nýsköpun með gagnadrifinni nálgun.
- Sjá um hönnun, smíði og viðhald gagnainnviða og vöruhúss gagna.
- Nýta nýjustu tækni og þróun til að bæta ferla og lausnir.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf á sviði fjármála, tölvunarfræði, verkfræði, gagnavísinda eða skyldra greina. Framhaldsmenntun er kostur.
- Þekking og reynsla af þróun á gagnainnviðum.
- Reynsla af Microsoft Azure, (SQL, Data Factory, Data Lake), TimeXtender, ExMon, PowerBi er mikill kostur.
- Geta til að setja flókin gögn fram á hagnýtan og skýran hátt.
- Hæfni til að tileinka sér nýjungar og sjá tækifæri til að auka skilvirkni.
- Góð samskiptahæfni, jákvæðni og þjónustulund.
- Frumkvæði, sjálfstæði og öguð vinnubrögð.
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
Auglýsing birt18. nóvember 2025
Umsóknarfrestur30. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Deildarstjóri innkaupa og samningsstjórnunar
Umhverfis- og skipulagssvið

Tækniaðstoð og stafrænar lausnir
Atlantik

Viltu starfa í upplýsingatækni?
OK

Software Engineer
Teledyne Gavia ehf.

Senior Full Stack forritari
VÍS

Senior Software Engineer, Framework Engineering
Asana

Ert þú sérfræðingur í upplýsingatækni og öryggismálum – með áhuga á gagnagreiningu og nýsköpun?
Samkeppniseftirlitið

Sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá VEX
VEX

Sérfræðingur í verkefnastýringu sölu og þjónustu á lífeyris- og verðbréfamarkaði
Arion banki

Tæknimaður HljóðX lausna
HljóðX

Engineering & Delivery Lead (International Customers)
Tern Systems

Við leitum að öflugum hugbúnaðarsérfræðingi
Isavia ANS