
Íslandsbanki
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum.
Hjá Íslandsbanka starfa um 750 manns sem hafa ástríðu fyrir árangri og vinna að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á að skapa virði til framtíðar með traustum rekstri og framúrskarandi þjónustu.

Fyrirtækjaráðgjafi - Selfoss
Fyrirtækjamiðstöð Suðurlands (á Selfossi) leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starf fyrirtækjaráðgjafa. Viðkomandi þarf að vera áhugasamur og hafa metnað og vilja til að veita viðskiptavinum okkar úrvalsþjónustu.
Fyrirtækjamiðstöð Suðurlands þjónar litlum og meðalstórum fyrirtækjum á svæðinu og heyrir undir Viðskiptabankasvið sem er eitt af þremur tekjusviðum bankans. Viðskiptavinir Fyrirtækjamiðstöðvar eru allt frá einyrkjum upp í stór fyrirtæki á íslenskan mælikvarða sem við veitum fjölbreytta fjármálaþjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti við forsvarsmenn fyrirtækja og aðra viðskiptavini
- Þjónusta og ráðgjöf við fyrirtæki
- Öflun nýrra viðskipta og viðhald viðskiptasambanda
- Undirbúningur, greining og vinnsla lánamála
- Önnur verkefni eftir nánara samkomulagi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun, viðskiptafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af starfi hjá fjármálafyrirtæki kostur
- Gott vald á notkun íslensku og ensku í mæltu og rituðu máli
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og kraftur
- Áhugi og þekking á íslensku atvinnulífi
- Nákvæmni og talnaskilningur
- Framúrskarandi samskiptahæfni og metnaður til að ná árangri í starfi
Auglýsing birt1. janúar 2026
Umsóknarfrestur14. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Austurvegur 9, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
ÁkveðniÁreiðanleikiÁrsreikningarAðlögunarhæfniDrifkrafturFagmennskaFjárhagsáætlanagerðFljót/ur að læraFrumkvæðiHeiðarleikiHreint sakavottorðHugmyndaauðgiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurNákvæmniReyklausSamskipti í símaSamskipti með tölvupóstiSjálfstæð vinnubrögðSjóðsstreymiSkipulagSnyrtimennskaStundvísiSveigjanleikiTóbakslausVandvirkniVerkefnastjórnunVinna undir álagiÞjónustulundÞolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sölu- og þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi | Brimborg

Sérfræðingur í viðskiptaþróun
Síminn

Helgarstarf í gleraugnaverslun Eyesland í Kringlan
Eyesland Gleraugnaverslun

Lífeyris og tryggingaráðgjafi
Tryggingamiðlun Íslands

Ráðgjafi í verslun - Höfuðborgasvæðið
Bílanaust

Þjónustufulltrúi í þjónustuveri BHM
BHM

Söluráðgjafi í fagmannadeild – Tengi Kópavogi
Tengi

Akureyri: Söluráðgjafi fagsölusviðs
Húsasmiðjan

Sölumaður - Prívat lúxusferðir
Deluxe Iceland

Söluráðgjafar í hlutastarfi óskast í verslanir Rammagerðarinnar.
Rammagerðin Reykjavík

A4 Kringlan - hlutastarf
A4

Við erum að ráða í áhættu-og gæðadeild Deloitte
Deloitte