Dýraverndarsamband Íslands
Dýraverndarsamband Íslands
Dýraverndarsamband Íslands

Fulltrúi Dýraverndarsambands Íslands

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) leitar eftir fulltrúa. Starfshlutfall er 100%.
Fulltrúi starfar í umboði stjórnar DÍS.

Dýraverndarsamband Íslands er frjáls félagasamtök sem starfa í þágu velferðar dýra. Sambandið er leiðandi í baráttunni fyrir velferð og réttindum dýra á Íslandi. ​DÍS beitir sér fyrir betri löggjöf, ábyrgu dýrahaldi, bættu eftirliti með velferð dýra og leggur áherslu á að efla opinbera umræðu um dýravelferð.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg verkefni og störf í umboði stjórnar og í samráði við formann 

  • Greiningar- og hugmyndavinna 

  • Ábyrgð á félagatali og önnur tilfallandi verkefni

  • Umsjón með heimasíðu, ársriti og samfélagsmiðlum DÍS 

  • Umsjón með herferðum sambandsins

  • Samskipti við fjölmiðla

  • Verkefnastjórn viðburða og funda

  • Umsjón með styrktarumsóknum

  • Utanumhald og eftirfylgni verkefna og einstakra mála

  • Ritun umsagna um þingmál í samstarfi við stjórn
  • Samskipti við alþjóðadýravelferðarsamtök

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi

  • Nákvæmni, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum

  • Góð ritfærni

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum

  • Útsjónarsemi og lausnamiðun

  • Þekking á íslenskri stjórnsýslu er kostur

  • Góð íslensku- og enskukunnátta

  • Þekking á Squarespace, Canva og Mailchimp er kostur

  • Reynsla af starfsemi félagasamtaka er kostur

  • Einlægur dýravinur  

Auglýsing birt5. janúar 2026
Umsóknarfrestur25. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Reykjavík, 101 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar