

Gjaldkeri og Innheimtuaðili: 50-100% Starfshlutfall
Starf gjaldkera og innheimtuaðila hjá Key Car Rental er fjölbreytt og krefjandi hlutverk fyrir einstakling sem hefur metnað til að hafa áhrif á fjármálastýringu og vöxt fyrirtækisins. Starfið er 50% en möguleiki á auknu starfshlutfalli fyrir réttan aðila. Þú verður í lykilstöðu þegar kemur að daglegri fjármálavinnslu, samskiptum við bæði innlenda og erlenda viðskiptavini og þróun innheimtu- og reikningsferla.Þetta er tækifæri fyrir sjálfstæðan og lausnamiðaðan einstakling sem vill vinna í alþjóðlegu umhverfi þar sem hraði, sveigjanleiki og nýsköpun eru í fyrirrúmi. Þú vinnur náið með framkvæmdastjóra, aðalbókara og fjármálastjóra að því að tryggja skilvirka fjármálastjórn og vandaða þjónustu við viðskiptavini.Við leggjum áherslu á jákvætt og opið starfsumhverfi þar sem hugmyndir og umbætur eru hvattar áfram. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæði í vinnubrögðum og sveigjanleika – bæði hvað varðar vinnutíma og staðsetningu. Starfið hentar vel þeim sem vilja taka ábyrgð, hafa áhrif á vinnulag og vöxt fyrirtækisins og þróa sig áfram í fjármálum og innheimtu.Við hjá Key Car Rental erum metnaðarfullur hópur sem vinnur saman að því að veita framúrskarandi þjónustu fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Við erum opin fyrir nýjum hugmyndum og leggjum áherslu á að starfsfólkið okkar fái að vaxa og blómstra í starfi.
- Útgáfa reikninga fyrir rekstrarfélag Key Car Rental
- Innheimta og eftirfylgni með ógreiddum reikningum
- Samskipti við viðskiptavini vegna innheimtu
- Undirbúningur og framkvæmd færslu reikninga úr bókunarkerfi yfir í bókhaldskerfi
- Utanumhald yfir reikninga vegna útgjalda
- Skýrslugerð og áætlunargerð (t.d. í PowerBi)
- Undirbúningur fjárhagsuppgjöra í samstarfi við fjármálastjóra
- Þátttaka í umbótum á ferlum og verklagi
- Náin samvinna við framkvæmdastjóra, aðalbókara og fjármálastjóra
- Menntun á sviði fjármála, reikningshalds eða skyldum greinum (framhaldsmenntun kostur)
- Reynsla af uppgjörsvinnu og innheimtu er skilyrði
- Þekking á DK bókhaldskerfi er skilyrði
- Kostur ef viðkomandi hefur reynslu úr bílaleigubransanum og/eða kerfum Caren
- Hæfni í greiningu fjárhagsupplýsinga og framsetningu gagna
- Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Ríkir samskiptahæfileikar, jákvætt og lausnamiðað viðhorf
- Mjög góð tölvufærni, reynsla í skýrslugerð í PowerBi er mikill kostur
- Góð færni í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli
- Bílpróf er skilyrði
- Langtímaleiga bifreiða á sérkjörum
- Fartölva og sími
- Sveigjanleiki í starfshlutfalli (50–100%)
- 100% fjarvinna í boði
Enska
Íslenska










