
Íslensk erfðagreining
Íslensk erfðagreining leitar að góðu fólki sem hefur hæfileika og metnað til að leggja sitt á vogaskálarnar í þágu vísinda og hefur upp á að bjóða gott starfsumhverfi og mikla möguleika á starfsþróun.

Sérfræðingur í upplýsingaöryggisdeild
Íslensk erfðagreining leitast eftir að ráða einstaklingi með brennandi áhuga á öryggismálum í starf Sérfræðings í upplýsingaöryggi.
Sérfræðingurinn mun starfa innan öryggisdeildar fyrirtækisins, auk þess að starfa þvert á svið fyrirtækisins. Því er mikilvægt að viðkomandi búi yfir góðri samskipta- og samvinnufærni, en jafnframt hafi frumkvæði og getu til að vinna sjálfstætt að fjölbreyttum verkefnum.
Starfið býður upp á fjölbreytt starf með spennandi verkefnum ásamt möguleika á nýsköpun í starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greina hættur og varnir í upplýsingaöryggismálum
- Framkvæmd innri úttekta á kerfum og þjónustum ÍE
- Rekstur og umsjón með tölvuöryggiskerfum ÍE
- Aðstoða við öryggisprófanir
- Veikleikagreiningar
- Veikleikaskönn og eftirfylgni
- Umsjón með DLP (Data Loss Prevention) lausn fyrirtækisins
- Greining og viðbrögð við atvikum ýmissa öryggiskerfa
- Seta í Persónuverndarnefnd fyrirtækisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. tölvunarfræði eða verkfræði
- Þekking og reynsla á sviði tölvuöryggismála
- Þekking á ISO 27001 eða sambærilegum stöðlum
- Þekking á persónuvernd, þ.m.t. GDPR
Hverju leitum við að:
- Manneskju með mikinn áhuga á upplýsingaöryggi
- Góðum samskipta- og samstarfshæfileikum
- Getu til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
- Frumkvæði í starfi
Fríðindi í starfi
- Góð vinnuaðstaða og faglegt vinnuumhverfi
- Sveigjanlegur vinnutími
- Tækifæri til starfsþróunar
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Næg bílastæði
Auglýsing birt8. janúar 2026
Umsóknarfrestur20. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Sturlugata 8, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiSjálfstæð vinnubrögðTölvuöryggi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Forritari hjá Fons Juris - þróaðu Lögmennið!
Fons Juris ehf.

Markaðssérfræðingur/ Marketing Specialist
Hefring Marine

Þjónustufulltrúi í þjónustuveri BHM
BHM

Sölumaður - Prívat lúxusferðir
Deluxe Iceland

Ráðgjafar í upplýsingaöryggisstjórnun
Syndis

Ráðgjafar í tæknilegri upplýsingaöryggisstjórnun
Syndis

Pólsku- og íslenskumælandi starfsmaður í fullt starf
Verkalýðsfélagið Hlíf

Bókari og Uppgjörsaðili
Fjárheimar ehf.

Gjaldkeri og Innheimtuaðili: 50-100% Starfshlutfall
Key Car Rental

Innkaupafulltrúi
Klettur - sala og þjónusta ehf

Account Manager - Sérfræðingur í innkaupateymi
Icelandair

Skrifstofustjóri - Áslandsskóli
Hafnarfjarðarbær