
Bakarameistarinn
Bakarameistarinn hefur verið í fararbroddi í sinni grein allt frá því hjónin Sigþór Sigurjónsson bakarameistari og Sigrún Stefánsdóttir stofnuðu fyrirtækið í janúar árið 1977. Opnun Bakarameistarans í Suðurveri olli svo að segja straumhvörfum á sínu sviði, enda höfðu Reykvíkingar ekki áður kynnst viðlíka þjónustu og vöruúrvali eins og Bakarameistarinn varð strax kunnur fyrir. Markmið fyrirtækisins voru snemma mjög skýr; að vera í fararbroddi með nýjungar og öfluga vöruþróun, bjóða upp á mikið vöruúrval, hraða og örugga þjónustu, góða fagmenn í bakstrinum og síðast en ekki síst að nota einungis gæðahráefni til að búa til úrvalsvöru. Þessum atriðum hefur ávallt verið haldið til haga í rekstrinum.
Bakarameistarinn starfrækir nú 9 kaffihús á höfuðborgarsvæðinu og enda þótt starfsfólki hafi fjölgað úr 20 árið 1977 í rösklega 140 manns hafa markmið hans ekkert breyst og eru alltaf jafn skýr; við þjónum þér!

Fullt starf í þjónustu - Bakarameistarinn Smáratorg
Bakarameistarinn óskar eftir starfsmönnum í fullt starf í verslun okkar í Smáratorgi, Smáratorg 1, 201 Kópavogi. Vinnutími 10:00-18:00 mánudaga-fimmtudaga og frá 09:00-16:00 á föstudögum.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Starfslýsing:
- Þjónusta við viðskiptavini
- Áfylling
- Þrif
- Bakstur
- Kaffigerð
Hæfniskröfur:
- Sveigjanleiki
- Stundvísi
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Jákvæðni og vilji til að takast á við fjölbreytt verkefni
- Íslenska
Auglýsing birt18. ágúst 2025
Umsóknarfrestur20. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Smáratorg 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Hlutastarf í Plötubúðinni
Plötubúðin.is

Nettó Borgarnesi - Vaktstjóri kvöld- og helgar
Nettó

Sölufulltrúi Levi´s - virka daga
Levi´s

Lagerstjóri
Exton

Sölumaður í verslun
Rafvörumarkaðurinn

Afgreiðsla / Customer Service – Full Time Position
Brauð & co.

Starfsfólk óskast!
Bragðheimar ehf.

Útilíf leitar að kraftmiklum starfsmönnum í hlutastörf
Útilíf

Leigufélagið Alma leitar að liðsfélaga í hlutastarf
Alma íbúðafélag

Sölu- og þjónustufulltrúi óskast til Vinnupalla
Vinnupallar

Afgreiðsla í verslun - Hlutastarf
Vistvera

Starf í deildaþjónustu
Landspítali