Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Forstöðumaður - Félagsmiðstöðin Pegasus

Frístundadeild menntasviðs leitar nú að drífandi og kraftmiklum starfskrafti til að halda áfram að stuðla að góðri þjónustu við börn og unglinga í félagsmiðstöðinni Pegasus, til að styðja enn frekar við stefnu og markmið bæjarins í málefnum frístunda barna og unglinga. Félagsmiðstöðin Pegasus er staðsett í Álfhólsskóla við Álfhólsveg 100.

Menntasvið Kópavogsbæjar sameinar málefni grunnskóla, leikskóla, íþrótta og frístunda í Kópavogi. Undir frístundadeild heyra félagsmiðstöðvar barna og unglinga, frístundaklúbbur og miðstöð ungs fólks.

Starf forstöðumanns er fjölbreytt, gefandi og skemmtilegt. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir ábyrgan og metnaðarfullan einstakling með menntun og reynslu sem nýtist í starfi.

Um er að ræða 100% starf.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á að rekstur félagsmiðstöðvarinnar sé innan ramma fjárhagsáætlunar
  • Ber ábyrgð á stjórnun starfsmannamála, s.s. ráðningum, gerð ráðningasamninga, tímaskráningu og vinnuskipulagi starfsfólks
  • Ber ábyrgð á faglegu starfi og sér um að móta, efla og þróa faglegt barna og unglingastarf með uppeldis- og forvarnamarkmið að leiðarljósi
  • Situr reglulega samráðs- og teymisfundi og vinnur í samstarfi við skólastjórnendur, námsráðgjafa, skólasálfræðinga, starfsfólk barnaverndar, lögreglu, foreldra og aðra þá aðila sem vinna á vettvangi frítímans og/eða að málefnum barna og unglinga bæði innan bæjar og utan
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra og forsjáraðila varðandi líðan og hagsmuni þeirra barna og unglinga sem sækja félagsmiðstöðina
  • Tekur þátt í stefnumótun fyrir félagsmiðstöðvar í samstarfi við yfirmenn málaflokksins
  • Ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd sameiginlegra viðburða félagsmiðstöðva í Kópavogi sem og viðburða á vegum félagsmiðstöðvar
  • Framkvæmir önnur þau verkefni sem deildarstjóri frístundadeildar og/eða sviðsstjóri fela og falla að starfssviði viðkomandi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun (BA, B.Ed. eða BS gráða) á sviði tómstunda- og félagsmálafræði, uppeldis og menntunarfræða, grunnskólakennarafræða eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af störfum með börnum/unglingum
  • Reynsla af störfum á vettvangi frítímans æskileg
  • Þekking og/eða reynsla af rekstri og stjórnun sem nýtist í starfi æskileg
  • Hæfni í framsetningu texta og góð almenn tölvukunnátta
  • Reynsla af verkefna- og viðburðastjórnun æskileg
  • Góð hæfni í  samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í störfum, skipulögð og fagleg vinnubrögð
  • Íslenskukunnátta æskileg
Auglýsing stofnuð10. apríl 2024
Umsóknarfrestur25. apríl 2024
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar