
Landsbankinn
Hjá Landsbankanum starfar fjölbreyttur hópur fólks með ólíka þekkingu, reynslu og bakgrunn. Reynslan sem býr í starfsfólkinu styrkir stoðir rekstrarins á meðan fjárfesting í öflugri endurmenntun, starfsþróun og ráðning nýrra starfskrafta tryggir stöðuga framþróun.
Við erum hreyfiafl í samfélaginu og vinnum ötullega að því að rödd bankans sé sterk, traustvekjandi, að hún fylli starfsfólk stolti og efli árangursdrifna menningu.

Forstöðumaður Eignadeildar
Ert þú skipulagður og árangursdrifinn einstaklingur með hæfni til að leiða sterkt teymi og fjölbreytt verkefni?
Við leitum að reynslumiklum og faglegum leiðtoga í starf forstöðumanns Eignadeildar bankans.
Meginhlutverk deildarinnar er rekstur, viðhald og umsjón með eignum bankans. Starfsemi deildarinnar nær yfir umsjón húseigna bankans um allt land auk reksturs mötuneytis.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á rekstri, framkvæmdum, samningum og viðhaldi eigna bankans
- Fjárhagsáætlanir og kostnaðareftirlit
- Yfirumsjón með nýframkvæmdum á vegum bankans
- Umsjón með kaupum og sölu eigna og leyfum og vottunum vegna fasteigna og bifreiða
- Viðhalda góðum starfsanda og öflugri liðsheild
Samhliða stjórnun á daglegri starfsemi deildarinnar tekur forstöðumaður virkan þátt í áætlanagerð bankans og er ábyrgur fyrir eftirfylgni. Forstöðumaður Eignadeildar heyrir undir framkvæmdastjóra sviðsins Samskipta og menningar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. verkfræði, byggingatæknifræði eða viðskiptafræði
- Haldgóð reynsla af byggingarframkvæmdum, eignaumsjón og tengdum verkefnum
- Frumkvæði, drifkraftur og hæfni til að skipuleggja og stýra verkefnum
- Framúrskarandi samskiptahæfni og leiðtogahæfileikar
- Reynsla af rekstri og áætlana- og samningagerð
- Hæfni til tjáningar á íslensku og ensku, í ræðu og riti
Auglýsing birt7. maí 2025
Umsóknarfrestur19. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Reykjastræti 6
Starfstegund
Hæfni
BreytingastjórnunFrumkvæðiLeiðtogahæfniMannleg samskiptiSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (5)

Reynslumikill stjórnandi óskast
Ás styrktarfélag

Starf forstöðumanns Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri
Gunnarsstofnun Skriðuklaustri

Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar – Umhverfis- og skipulagssvið
Hafnarfjarðarbær

Forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða
Háskólasetur Vestfjarða

Skólastjóri Árskóla
Sveitarfélagið Skagafjörður