

Forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða
Háskólasetur Vestfjarða (HV) leitar að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf forstöðumanns. Forstöðumaður stýrir daglegri starfsemi og rekstri HV í umboði stjórnar. Forstöðumaður fer með fjármál og reikningshald, ræður starfsfólk og stýrir faglegri starfsemi. Forstöðumaður er virkur þáttakandi í stefnumótun HV með stjórn. Leitað er að skapandi leiðtoga sem hefur eldmóð og brennur fyrir uppbyggingu akademískrar starfsemi HV og samfélagsins á Vestfjörðum. Starfsstöð er á Ísafirði og er búseta á Ísafirði eða nágrenni skilyrði.
- Fjármál og rekstur
- Stefnumótun og innleiðing hennar
- Mannauðsmál
- Fagleg forysta og áframhaldandi uppbygging náms og námssamfélags áháskólastigi á Vestfjörðum
- Samskipti við stjórnvöld og samfélag um málefni HV
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er áskilin. Kostur ef umsækjandi hefurdoktorsgráðu er tengist starfssviði forstöðumanns eða námsleiðum HV.
- Haldgóð íslenskukunnátta er nauðsynleg ásamt færni í ensku, í ræðu og riti
- Reynsla af rekstri, stjórnun og mannauðsmálum
- Þekking á fagsviðum HV
- Framúrskarandi samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Þekking og reynsla af stjórnsýslu
- Þekking á og reynsla úr háskóla- og/eða alþjóðlegu rannsóknaumhverfi
- Hæfni til að byggja upp teymi og sterka liðsheild
