Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf

Keðjan leitar að ráðgjafa til að styðja við uppeldisfærni foreldra við ýmsar athafnir daglegs lífs. Ráðgjafi veitir stuðning og leiðbeiningar inni á heimili fjölskyldna, þar sem sett eru markmið með uppeldisráðgjöf í samráði við notendur og félagsráðgjafa.

Ráðgjafi tekur virkan þátt í samstarfsteymi innan Keðjunnar sem hittist reglulega til að deila þekkingu og reynslu.

Starfið krefst ákveðins sveigjanleika þar sem unnið er seinnipart dags og stundum fram á kvöld. Starfshlutfall er 50-100% eftir samkomulagi. Um tímabundið starf til eins árs er að ræða. Möguleiki á áframhaldandi ráðningu í framhaldinu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Uppeldisfræðsla og ráðgjöf til foreldra í samræmi við gagnreyndar uppeldisaðferðir.
  • Utanumhald um skráningu, dagálagerð og stöðuskýrslur til að meta árangur ráðgjafarinnar.
  • Þátttaka í þverfaglegu stuðningsteymi.
  • Virkt notendasamráð og samvinna við aðstandendur og aðra hagsmunaaðila.
  • Útbúa fræðsluefni og aðlaga fræðslu, þegar við á, vegna margbreytilegra þarfa notenda.
  • Eftirfylgd einstaklings- og þjónustuáætlana.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. þroskaþjálfi eða menntun á sviði félags- og menntavísinda.
  • Reynsla af starfi með fjölskyldum og börnum.
  • Geta til að tileinka sér og vinna eftir hugmyndafræði og aðferðum teymisins.
  • Mikil hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Íslenskukunnátta B2 samkvæmt samevrópskum matsramma.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
  • Bílpróf og bíll til umráða.
Auglýsing birt24. september 2024
Umsóknarfrestur1. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Þönglabakki 4, 109 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar