
Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings
Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings er fagleg og samþætt skóla- og velferðarþjónusta með farsæld barna og fjölskyldna að leiðarljósi. Meginstarfsstöð þjónustunnar er í Laugarási en starfssvæðið er víðfeðmt og geta starfsmenn valið starfsstöð á starfssvæðinu í samræmi við verkefni hverju sinni. Á starfssvæðinu eru um 4200 íbúar, þar af 650 börn á leik- og grunnskólaaldri sem sækja nám í 10 leik-og grunnskólum. Tveir þeirra eru samreknir leik- og grunnskólar.
Sveitarfélögin sem standa að Skóla- og velferðarþjónustunni eru Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur og hafa þau flest hlotið viðurkenningu BSRB sem framúrskarandi vinnustaðir.
Félagsráðgjafi í barnavernd/félagsþjónustu
Skóla-og velferðarþjónusta Árnesþings óskar eftir að ráða metnaðarfullan félagsráðgjafa í barnavernd/félagsþjónustu í 80 – 100% stöðu. Starfið krefst víðtækrar þekkingar á sviði barnaverndar- og stjórnsýslulaga og úrræðum, bæði ríkis og sveitarfélaga. Auk barnaverndarmála getur verið um að ræða félagslega ráðgjöf við einstaklinga og málstjórn í farsæld barna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka og skráning tilkynninga og könnun/úttekt á aðstæðum barna
- Vinna með fjölskyldum; viðtöl, ráðgjöf og stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Skipulagning úrræða og aðgerða í samvinnu við samstarfsaðila
- Vinnsla við fóstur- og vistunarmál
- Markvisst samstarf við aðrar stofnanir og samþætting verkefna
- Félagsleg ráðgjöf til einstaklinga
- Málastjórn í stuðningsteymum vegna farsældar barna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsréttindi í félagsráðgjöf, eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af barnavernd/velferðarþjónustu er æskileg
- Reynsla af starfi með börnum og fjölskyldum er kostur
- Góð færni í mannlegum samskiptum, samstarfi og teymisvinnu
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
- Geta til að vinna undir álagi í krefjandi starfsumhverfi
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
- Góð almenn tungumála- og tölvukunnátta
Auglýsing birt7. apríl 2025
Umsóknarfrestur30. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Launrétt 4, 801 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (7)

Sálfræðingur í Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands
Háskóli Íslands

Ráðgjafi VIRK á Egilsstöðum
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Atvinnulífstengill
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Deildarstjóri handverks- pökkunardeildar
Fjölsmiðjan

Félagsráðgjafar í félagsráðgjafaþjónustu
Landspítali

Þroskaþjálfi / Leikskólasérkennari
Baugur

Hjúkrunarfræðingur í skaðaminnkandi verkefni - Ylja
Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu