Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Sálfræðingur í Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar 50% starf sálfræðings í Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands (NHÍ). Nemendaráðgjöf heyrir undir Kennslusvið Háskóla Íslands. NHÍ veitir háskólanemendum margþætta þjónustu en þar starfa nú 15 manns. Starf sálfræðings við NHÍ er fjölbreytt, viðfangsefnin áhugaverð og starfsumhverfið gott.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sálfræðileg greining, ráðgjöf og stuðningur við nemendur Háskóla Íslands
  • Námskeiðahald, ráðgjöf og fræðsla
  • Hópmeðferð varðandi kvíða, þunglyndi, streitu og sjálfsstyrkingu 
  • Forvarnarstarf, s.s. geðfræðsla fyrir nemendur Háskóla Íslands
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Löggild starfsréttindi sálfræðings
  • Þekking og reynsla af hugrænni atferlismeðferð (HAM)
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi
  • Hæfni í að koma fram, halda kynningar og námskeið
  • Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í ræðu og riti
  • Góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing birt7. apríl 2025
Umsóknarfrestur22. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar