

Vefforritari á upplýsingatæknisviði Háskóla Íslands
Laust er til umsóknar fullt starf vefforritara hjá upplýsingatæknisviði Háskóla Íslands. Vefir HÍ eru í lykilhlutverki í starfsemi háskólans og gegna mikilvægu hlutverki í samskiptum við nemendur, starfsfólk og almenning. Lögð er áhersla á að vefir skólans séu aðgengilegir, notendavænir og með góða virkni og framsetningu.
Vefforritarinn mun starfa í vefhópi sem sér um þróun og viðhald vefja HÍ, en þeir eru m.a. byggðir á Drupal vefumsjónarkerfi. Starfið veitir tækifæri til að vinna að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í tæknilega spennandi umhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Uppsetning, þróun og rekstur kynningarvefja háskólans
-
Þarfagreining, samræming og þróun upplýsingatæknikerfa háskólans
Hæfniskröfur
-
Reynsla af vefforritun
-
Háskólamenntun í tölvunarfræði eða tengdu sviði er æskileg
-
Þjónustulund og hæfni í samskiptum
-
Góð íslensku- og enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
-
Ferilskrá
-
Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
-
Staðfest afrit af prófskírteinum
-
Upplýsingar um umsagnaraðila
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 14.04.2025
Nánari upplýsingar veitir
Guðmundur H Kjærnested, [email protected]

