
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili eru rekin í samsteypu ásamt Eir-öryggisíbúðum. Á heimilunum er fagleg umönnun, öflug læknisþjónusta með ýmsum sérúrræðum fyrir hópa svo sem blinda og sjónskerta, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% vistmanna útskrifast heim.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks, um 650 manns, með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !

Faglærður rafvirki óskast
Eir hjúkrunarheimili óskar eftir að ráða rafvirkja til starfa hjá Eir, Skjóli og Hömrum hjúkrunarheimilum og tengdum félögum. Starfið felur í sér að sinna fjölbreyttum verkefnum sem tengjast viðhaldi og endurnýjun á rafmagns- og rafeindabúnaði tækja og fasteigna í eigu félaganna.
Um er að ræða lifandi og fjölbreytt verkefni í byggingum hjúkrunarheimilanna og tengdum félögum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sinna verkbeiðnum sem tengjast daglegu viðhaldi og rekstri.
- Sjá um viðhald og endurnýjun á rafmagns- og rafeindabúnaði.
- Framkvæma breytingar á raf- og símalögnum.
- Annast viðgerðir og breytingar á rafmagnstöflum.
- Sjá um innkaup og pantanir á varahlutum.
- Viðhalda flótta- og neyðarlýsingum.
- Uppsetningar á aðgangsstýringum.
- Sinna öðrum sérverkefnum sem næsti yfirmaður felur og fellur innan starfssviðsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í rafvirkjun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Meistararéttindi væru kostur.
- Fjölbreytt reynsla á sviði rafvirkjunar er mikill kostur.
- Jákvæðni, greiningarhæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund.
- Bílpróf.
- Hreint sakavottorð er skilyrði.
Boðið er upp á
- Skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi verkefni.
- 36 stunda vinnuviku.
- Íþróttastyrkur og öflugt starfsmannafélag.
Auglýsing birt9. október 2025
Umsóknarfrestur19. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
HandlagniJákvæðniMannleg samskiptiRafvirkjunSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðStundvísiSveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Rafvirki - Vélvirki - Vélstjóri - Vélfræðingur
Púlsinn ehf.

Field Service Specialist
Marel

Tæknistjóri hjá Norðursalti, framtíðarstarf
Norður & Co ehf.

Verkefnastjóri rafmagns / rafvirki
Rými

Spennandi tækifæri hjá Alvotech / Maintenance Technician
Alvotech hf

Line Drive Supervisor
NEWREST ICELAND ehf.

Robot maintenance technician
NEWREST ICELAND ehf.

Rafvirki / rafeindavirki
Leiðni slf

Rafvirki
Stuðlafell ehf.

Rafvirki eða Rafvirkjanemi.
Rafgeisli ehf.

Vélvirki/rafvirki hjá Víkíng Brugghúsi á Akureyri
Víking Brugghús CCEP á Íslandi

Sérfræðingur rafveitu
Norðurál