Arnarsmári
Arnarsmári
Arnarsmári

Ertu að leita að skemmtilegri vinnu?

Arnarsmári er fimm deilda leikskóli sem er staðsettur á Nónhæð.
Þar er útikennsla í hávegum höfð og lögð er áhersla á sjálfbærni.

Í Arnarsmára er starfað eftir Uppbyggingastefnunni, uppeldi til ábyrgðar og iðkaðar eru dyggðir. Réttindi barna eru okkur mikilvæg og er Arnarsmári Réttindaskóli Unicef.
Nýverið fékk Arnarsmári Erasmus styrk til að vinna að sjálfbærnimenntun barna.

Einkunnarorð skólans eru: frumkvæði, vinátta og gleði. Starfsfólkið leggur áherslu á að virða einkunnarorðin og starfið einkennist af gleði og vináttu. Góð starfsmannaaðstaða er í skólanum.

Við leitum að leikskólakennara í okkar góða starfsmannahóp í Arnarsmára. Starfið er 100% og er dagleg vinnustytting í Arnarsmára. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Athygli er vakin á því að Kópavogur hefur nýlega samþykkt 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla ásamt auknum sveigjanleika og takmörkun í opnunartíma leikskóla í dymbilviku, milli jóla og nýárs og vetrarfríum. Hér má sjá meira um það

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu leikskólans arnarsmari.kopavogur.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
  • Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
  • Reynsla af vinnu með börnum.
  • Frumkvæði í starfi.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Góð íslenskukunnátta.
Fríðindi í starfi
  • Stytting vinnuvikunnar 
  • Heitur matur
  • Frítt sundkort í Sundlaugar Kópavogs
  • Styrkur til íþróttaiðkunnar
Auglýsing stofnuð5. apríl 2024
Umsóknarfrestur19. apríl 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Arnarsmári 34, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Stundvísi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar