Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Deildarstjóri í búsetukjarna á Drekavöllum

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öflugan deildarstjóra í sértækt búsetuúrræði sem þjónustar fólk sem búsett er í kjarna og utan kjarnans. Um er að ræða starf sem unnið er í dagvinnu. Óskað er eftir drífandi einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfileika og áhuga á málefnum fatlaðs fólks. Einhver sem vill hafa gaman í vinnunni og er öðrum starfsmönnum fyrirmynd. Unnið er eftir hugmyndafræði um sjálfstætt líf og hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar með áherslu á réttindi fatlaðs fólks.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ber ábyrgð á skipulagningu, samhæfingu, áætlanagerð, skýrslugerð, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og fræðslu
  • Veitir starfsmönnum fræðslu og handleiðslu
  • Framfylgir hlutverki og markmiðum starfsstöðvar
  • Hefur yfirumsjón yfir faglegu starfi og tekur þátt í að þróa og yfirfara verkferla
  • Veitir fötluðu fólki stuðning og ráðgjöf við athafnir daglegs lífs
  • Tekur virkan þátt í þróunarvinnu
  • Umsjón með bókhaldi
  • Er staðgengill forstöðumanns í hans fjarveru
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða BA/BS gráða á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda
  • Þekking og reynsla af starfi með fötluðu fólki
  • Stjórnunarreynsla æskileg
  • Reynsla og þekking af teymisvinnu æskileg
  • Mikilvægir eiginleikar eru sveigjanleiki, samviskusemi, lipurð og jákvætt viðhorf
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Faglegur metnaður í starfi og áhugi á málefnum fatlaðs fólks
  • Starfið krefst góðs líkamlegs atgervis
  • Góð tölvukunnátta
  • Íslenskukunnátta skilyrði

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Steinunn Helga Óskarsdóttir forstöðukona netfang: [email protected] (eftir 29. júlí)

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BHM.

Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst 2025

Umsókn skal fylgja greinargóð ferilskrá.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing birt16. júlí 2025
Umsóknarfrestur4. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar