Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar

Sveitarfélagið Hornaförður auglýsir eftir deildarstjóra framkvæmda- og þjónustudeildar.

Við leitum að framsýnum og metnaðarfullum leiðtoga til að ganga til liðs við teymið okkar. Þetta er lykilhlutverk fyrir þá sem vilja móta sjálfbæra og blómlega framtíð samfélagsins á einstökum stað. Ertu tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og leiða mikilvæga þróun?

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með framkvæmdum og viðhaldi mannvirkja
  • Undirbúningur og stjórnun fjölbreytta verkefna sem snúa að framkvæmdum á fjarskipta-, veitu- og gatnakerfum.
  • Þátttaka í gerð framkvæmdaráætlana og forgangsröðun verklegra framkvæmda sem munu móta ásýnd sveitarfélagsins.
  • Ábyrgð á samskiptum við hönnuði, útboðum, gerð verksamninga, eftirliti og uppgjöri framkvæmda.
  • Umsjón með rekstri áhaldahúss og Hornafjarðarhafnar.
  • Veita starfsmönnum deildarinnar og forstöðumönnum ráðgjöf við gerð viðhaldsáætlana og skipulagningu framkvæmda.
  • Umsjón með kaupum á búnaði sem tengist umferðaröryggi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur. 
  • Áskilin er reynsla af undirbúningi, eftirliti og/eða stjórnun verklegra framkvæmda.
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu og mannaforráðum er kostur.
  • Þekking á vatns- og fráveitumálum og lögum um opinber innkaup er æskileg.
  • Umsækjandi þarf að vera lipur í samskiptum, jákvæður, búa yfir þjónustulund, frumkvæði og drifkrafti til að ná árangri.
  • Færni í íslensku er mikilvæg, bæði í ræðu og riti.
  • Vandvirkni og hæfni til að vinna hratt úr verkefnum.
  • Góð tölvukunnátta er nauðsynleg.
Auglýsing birt10. júlí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hafnarbraut 27, 780 Höfn í Hornafirði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar