Sóltún heilbrigðisþjónusta
Sóltún heilbrigðisþjónusta
Sóltún heilbrigðisþjónusta

Deildarstjóri dagdvala og heimaþjónustu

Sóltún Sólvangi í Hafnarfirði óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í stöðu Deildarstjóra dagdvala og heimaþjónustu.

Starfið er tvískipt, annars vegar dagdvalir og hins vegar heimaþjónusta.

Dagdvalir samanstanda af almennri dagdvöl og sérhæfðri dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun.

Heimaþjónustan, Sóltún Heima, er alhliða heimaþjónusta fyrir þau sem á þurfa að halda vegna heilsubrests. Í heimaþjónustunni er boðið m.a. upp á heimastuðning, heimahjúkrun og heimahreyfingu.

Um er að ræða fullt starf í dagvinnu, 36 stunda vinnuviku. Skilyrði er að viðkomandi hafi góða íslenskukunnáttu (C1/C2), hreint sakavottorð og bílpróf.

Helstu verkefni og ábyrgð

·       Dagleg stjórnun og rekstur dagdvala og heimaþjónustu

·       Ráðgjöf og fræðsla til þjónustuþega og aðstandenda

·       Tryggja gæði og samfellu í þjónustunni

·       Þverfagleg teymisvinna

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Íslenskt hjúkrunarleyfi

·       Reynsla af stjórnun kostur

·       Frumkvæði

·       Metnaður í starfi

·       Jákvæðni og framúrskarandi samskiptahæfileikar

Fríðindi í starfi

·       Íþróttastyrkur

·       Niðurgreiddur hádegismatur

Auglýsing birt25. mars 2025
Umsóknarfrestur30. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sólvangsvegur 2, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HjúkrunarfræðingurPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Ökuréttindi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar