Kaldvík
Kaldvík
Kaldvík

Ræstingastjóri fiskvinnslu á Djúpavogi

Hefur þú ástríðu fyrir því að halda umhverfinu þínu hreinu og skipulögðu?

Kaldvík leitar að við leitum að duglegum, samviskusömum og jákvæðum liðsauka í hlutverk Ræstingastjóra til að leiða og skipuleggja ræstingarstarfsemi fyrirtækisins. Starfið er mikilvægt í vaxandi matvælafyrirtæki sem leggur áherslu á hreinlæti og gæði.

Í þessu hlutverki munt þú bera ábyrgð á:

  • Að stjórna og skipuleggja þrif í samráði við verk- og gæðaeftirlitsstjóra
  • Tryggja að þrif í húsnæði Búlandstinds séu framkvæmd samkvæmt áætlun og í samræmi við gæðakröfur.
  • Leiða teymi og stuðla að jákvæðu og hvetjandi vinnuumhverfi.
  • Starfa samkvæmt stefnu og reglum fyrirtækisins.
  • Vinna náið með öðrum teymum félagsins.

Um Þig:

  • Metnaður og drifkraftur í starfi.
  • Leggur áherslu á nákvæmni.
  • Tilbúin að bretta upp ermar og ganga í verkin.
  • Æskileg reynsla af hreinlætismálum, gæðamálum eða matvælavinnslu.
  • Góð samskiptahæfni og skipulagshæfni.
  • Hreint sakavottorð.

Fríðindi í starfi

  • Aðgengi að léttu fæði á vinnutíma
  • Niðurgreiddur hádegismatur í mötuneyti.
  • Heilsustyrkur
  • Tækifæri til að þróast í starfi
  • Frábær starfsandi og virkt starfsmannafélag

Fiskvinnsla Kaldvíkur á Djúpavogi er með það að megin markmiði að reka framúrskarandi laxasláturhús og fiskvinnslu. Fyrirtækið er í örum vexti og með metnaðarfull framtíðarmarkmið um aukna framleiðslu og tæknivæðingu.

Hljómar þetta eins og starfi fyrir þig? Sendu inn umsókn og komdu með í spennandi vegferð!

Kaldvík samanstendur af sameinuðum félögum áður: Ice Fish Farm/Fiskeldi Austfjarða, Laxar Fiskeldi, Rifós og Búlandstindur

Auglýsing birt25. mars 2025
Umsóknarfrestur17. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Bakki 4, 765 Djúpivogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar