
Deildarstjóri á meðferðardeild Stuðla
Vilt þú taka þátt í krefjandi og gefandi starfi með unglingum? Barna- og fjölskyldustofa leitar að framsæknum leiðtoga í stöðu deildarstjóra á meðferðardeild Stuðla. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á málefnum barna og ungmenna. Starfið heyrir undir forstöðumann Stuðla. Um er að ræða 100% stöðu í dagvinnu.
-
Ábyrgð á starfsemi og stjórnun deildar í samstarfi við forstöðumann.
-
Halda utan um daglegt og faglegt starf
-
Þátttaka í innleiðingu gagnreyndar aðferða í meðferðarstarfi í samstarfi við meðferðarteymi Barna- og fjölskyldustofu.
-
Ábyrgð á að framfylgja meðferðaráætlun og hafa yfirsýn yfir stöðu skjólstæðinga og meðferðarmarkmiðum þeirra.
-
Samskipti við samstarfsaðila og forsjáraðila barna á heimilinu.
-
Stuðningur við starfsfólk, skipulag vakta og umsjón með tímaskráningarkerfi.
-
Þátttaka í stefnumótun innan meðferðarsviðs stofnunarinnar.
-
BA/BS próf sem nýtist í starfi.
-
Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi kostur.
-
Reynsla af störfum með unglingum með alvarlegan hegðunarvanda og/eða vímuefnavanda og fjölskyldum þeirra.
-
Reynsla af skipulagningu vaktavinnu og tímaskráningarkerfi kostur.
-
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf.
-
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
-
Skipulagshæfileikar og geta til að hafa yfirsýn og umsjón með verkefnum.
-
Góð íslensku og ensku kunnátta í mæltu og rituðu máli, önnur tungumálakunnátta er kostur.
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur













