Náttúrustofa Austurlands
Náttúrustofa Austurlands
Náttúrustofa Austurlands

Dásamleg útivera - skemmtilegt sumarstarf

Við leitum að ábyrgum, jákvæðum og drífandi náttúrufræðingum eða náttúrufræðinemum til að taka þátt í sumarverkefnunum með okkur. M.a. að sinna mælingum á flæði gróðurhúsalofttegunda og aðstoða við rannsóknir á gróðri og fuglum. Viðvera á Austurlandi á meðan á ráðningu stendur er skilyrði og mikilvægt er að viðkomandi sé með bílpróf. Mögulegt er að starfið geti teygst fram á haustið ef það hentar viðkomandi.

Umsókn með ítarlegri ferilskrá, meðmælum og bréfi þar sem fram kemur hvers vegna sótt er um starfið sendist á [email protected] með fyrirsögninni: Sumarstarf 2025. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Frekari upplýsingar veitir Kristín Ágústsdóttir forstöðumaður ([email protected]).

Auglýsing birt19. febrúar 2025
Umsóknarfrestur5. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Egilsstaðir
Neskaupstaður
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar