Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Bókasafn Reykjanesbæjar - Vaktstjóri

Bókasafn Reykjanesbæjar auglýsir eftir vaktstjóra í 100% stöðu í útlánadeild. Starfið er fjölbreytt og krefst mjög góðra samskipta- og skipulagshæfileika. Starfsmaður mun vinna þvert á söfnin innan bókasafnsins. Vinnutími er fjölbreyttur og felur í sér morgun- og helgarvaktir ásamt einstaka síðdegisvöktum.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vaktaskipulag – sjá um að vaktir séu alltaf mannaðar 
  • Ber ábyrgð á og sér um tölvupóst aðalsafns 
  • Ber ábyrgð á og sér um innheimtumál safnanna 
  • Að stýra öðrum starfsmönnum deildarinnar á vaktinni hverju sinni í samráði við forstöðumann 
        Menntunar- og hæfniskröfur
        • Stúdentspróf eða hliðstæð menntun og/eða starfsreynsla á bókasafni 
        • Góð almenn þekking, áhugi á lestri og bókmenntum 
        • Góð tölvukunnátta 
        • Metnaður, frumkvæði, hugmyndaauðgi og færni til að vinna í hópi 
        • Góð færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki 
        • Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar 
        • Góð íslenskukunnátta og gott vald á ensku 
        • Þjónustulipurð og  jákvæðni 
                      Fríðindi í starfi
                      • Bókasafnskort
                      • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
                      • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
                      • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
                      Auglýsing birt25. ágúst 2025
                      Umsóknarfrestur8. september 2025
                      Tungumálahæfni
                      ÍslenskaÍslenska
                      Nauðsyn
                      Framúrskarandi
                      EnskaEnska
                      Nauðsyn
                      Mjög góð
                      Staðsetning
                      Hjallavegur 2, 260 Reykjanesbær
                      Starfstegund
                      Hæfni
                      PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
                      Starfsgreinar
                      Starfsmerkingar