Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Bókasafn Reykjanesbæjar – Bókasafn- og/eða upplýsingafræðingur

Viltu vinna þar sem bækur, menning, fólk og framtíðin mætast?

Bókasafn Reykjanesbæjar leitar að bókasafns- og/eða upplýsingafræðingi í 100% starf deildarstjóra (dagvinna).

Bókasafn Reykjanesbæjar er á spennandi tímamótum. Aðalsafnið flutti á síðasta ári í glæsilegt og nútímalegt húsnæði sem býður upp á fjölmörg tækifæri til nýsköpunar og þróunar ásamt því að opna útibú í Innri Njarðvík, Stapasafn. Nú leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum liðsfélaga sem vill taka þátt í að móta framtíð safnsins með okkur.

Unnið er þvert á bæði söfnin. Engir dagar eru eins og það er hluti af sjarma starfsins hversu fjölbreytt starf fer þar fram.

Starfið er fjölbreytt og lifandi og snýr að miðlægum verkefnum á sviði bókasafns- og upplýsingafræða.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skráning og gagnavinna
  • Upplýsingaþjónusta og þjónusta við notendur
  • Kynningar, fræðsla og samstarf við ýmsa aðila
  • Þátttaka í þróun starfsemi safnanna og nýjum verkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf á sviði bókasafns- og/eða upplýsingafræða (eða nema sem hefur lokið a.m.k. 60 ECTS einingum í upplýsingafræði)
  • Reynsla og þekking á bókasafnskerfinu Gegni (skráningarleyfi er kostur)
  • Góð tæknikunnátta og áhugasemi um nýjungar
  • Hæfni og áhugi á að leiðbeina og kenna öðrum
  • Góð samskiptahæfni, sveigjanleiki og þjónustulund
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Þekking og áhugi á bókmenntum, menningu og sögu
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Auglýsing birt20. janúar 2026
Umsóknarfrestur2. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hjallavegur 2, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar