

Stapaskóli – Aðstoðarskólastjóri
Stapaskóli óskar eftir að ráða aðstoðarskólastjóra með sérhæfingu á leikskólastigi.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á nýjum heildstæðum skóla.
Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til 16 ára í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Stapaskóli er hjarta hverfisins og þjónar íbúum grenndarsamfélagsins sem einskonar menningarmiðstöð með sundlaug og bókasafn sem er opið fyrir almenning. Stapaskóli leggur áherslu á teymiskennslu, tækni og heildstæð verkefni sem eru samþætt í námsgreinar. Einnig er sérstök áhersla á sköpun og listir og verklegt nám ásamt öflugu foreldrasamtarfi og góðum tengslum við nánasta umhverfi.
Í Stapaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem gleði, vinátta , samvinna og virðing eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
- Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
- Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri leikskólastigsins í samráði við skólastjóra.
- Þátttaka í stefnumörkun innan ramma laga og reglugerða, í samræmi við aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu Reykjanesbæjar.
- Mannauðsmál, þar með talið ráðningar, vinnutilhögun og starfsþróun á leikskólastigi.
- Samstarf við foreldra, nemendur og aðra hagsmunaaðila skólasamfélagsins.
- Önnurverkefni sem varða stjórnun leikskólastigs sem skólastjóri felur honum hverju sinni.
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- og menntunarfræða, eða annarra sambærilegra greina er æskileg.
- Sérhæfing og reynsla af kennslu á leikskólastigi.
- Reynsla af stjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi er kostur.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Góð færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
- Góð færni í mannlegum samskiptum.
- Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
- Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
- Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
- Hreint sakavottorð.
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Íslenska










