Lyf og heilsa
Lyf & heilsa er framsækið verslunar- og þjónustufyrirtæki með starfsemi á fimm stöðum um landið, á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.
Heilsa og heilbrigði er sérsvið fyrirtækisins og er markmið þess að auka lífsgæði viðskiptavina sinna með því að bjóða lyf og aðrar heilsutengdar vörur.
Í Lyfjum & heilsu er veitt persónuleg, örugg og fagleg þjónusta. Vöruframboðið tekur mið af því og stenst ströngustu kröfur viðskiptavina.
Birgðafulltrúi - Lyf og heilsa Kringlan
Lyf og heilsa leitar að metnaðarfullum birgðafulltrúa. Starfsstöð er í Kringlunni og vinnutími er alla virka daga kl 9-17.
Starfssvið:
- Umsjón með vörulager verslunar fyrirtækisins í Kringlunni
- Móttaka á vörum og samskipti við birgja
- Innkaup og samskipti við innkaupateymi fyrirtækisins
- Talningar á birgðum og vörustýring
- Undirbúningur vara fyrir framsetningu í verslun
- Birgðarskráningar og bókanir
- Samskipti við starfsmenn og stjórnendur
- Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina
Hæfniskröfur:
- Þekking á snyrtivörum og heilsutengdum vörum skilyrði
- Reynsla af sambærilegu starfi mikill kostur
- Reynsla af starfi í apóteki
- Góð tölvuþekking og þekking á Navision
- Íslenskukunnátta skilyrði
- Lágmarksaldur 25 ára
- Söluhæfni og mikil þjónustulund
- Viðkomandi þarf að geta unnið vel undir álagi
Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Auglýsing birt3. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Kringlan 4-6, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (7)
Snyrtifræðingur á Húðmeðferðarstofu
Húðfegrun
Verslunarstjóri Nettó Borgarnesi
Nettó
Verslunarstjóri Nettó Miðvangi - Hafnarfirði
Nettó
Verslunarstjóri – Domino’s Akranesi
Domino's Pizza
OK leitar að Innkaupafulltrúa
OK
Verslunarstjóri VERO MODA Kringlunni
Bestseller
Öflugur innkaupafulltrúi óskast hjá Rubix á Reyðarfirði!
Rubix Ísland ehf