Bílstjóri og aðstoð inn á flokkunarstöð á Höfn í Hornafirði
Starfið er fjölbreytt og þarf starfsmaður að vera tilbúinn að takast á við ýmis verkefni af ólíkum toga sem við kemur akstri. Starfsmaður þarf að vera jákvæður, skipulagður, sveigjanlegur og sýna frumkvæði í starfi. Mikilvægt er að starfsmaður hafi eiginleika á borð við samskiptahæfni og þjónustulund.
Hringrás er ört stækkandi endurvinnslu fyrirtæki með um 70 starfsfólk um land allt. Fyrirtækið sérhæfir sig í endurvinnslu brotajárns.
Starfsmaður sér um að aka krókheysisgámum frá flokkunarstöð á urðunarstað.
Akstur með gáma og vagn milli sveitarfélaga. Hringrás er með starfstöð á Reyðarfirði og mun bílstjóri vinna náið með starfsfólki þar.
Starfsmaður mun einnig hjálpa við önnur störf inn á flokkunarstöð.
Upplýsingar um starfið veitir verkstjóri á Höfn. Jakob s: 849-1482 eða jakob@hringras.is
Vinnutími: 08:00 - 17:00 virka daga og annan hvern laugardag. Hægt að breyta vinnutímum í samráði við verkstjóra
Um er að ræða 100% starf.
- Afhenda og sækja krókheysisgáma
- Skráning á gögnum inn í kerfi Hringrásar
- Hjálpa verkstjóra inn á flokkunarstöð
- Meirapróf C, kostur að vera með CE.
- Vinnuvélaréttindi kostur
- Jákvæðni og áreiðanleik
- Íslenskukunnátta
- Stundvísi
- Þjónustulund og samskiptahæfni
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Fatnaður
- Spjaldtölva